Orð og tunga - 01.06.2008, Side 35

Orð og tunga - 01.06.2008, Side 35
Gottskálk Jensson: Ummyndanir klassískra orðasafna 25 um. Sem dæmi um slíkt textasafn er The Latin Library, <www.thelatin library.com>, þar sem hægt er að lesa flesta klassíska texta á latínu í heilu lagi. Það verkefni var allt unnið í sjálfboðavinnu. Þessi textasöfn, sem hægt er að fínkemba í leit að sérstökum orð- um og orðmyndum, hafa nú um allnokkurt skeið verið vinnutæki klassískra fræðimanna og haft bein áhrif á textafræðilegar rannsóknir þeirra. Sem dæmi um nýtt svið innan klassískra fræða sem beint má rekja til þess háttar orðaleita eru nákvæmar rannsóknir á merkingar- sviðum einstakra lykilhugtaka, s.s. tilfinninga og ástríðna, í textasam- hengi. Slíkar rannsóknir hafa með fræðilegum og öguðum aðferðum og tíðum vísunum í textadæmi leyst af hólmi eldri innsæisskrif um hugarfar og ástríður fornmanna. 7 Lokaorð Helstu niðurstöður þessarar athugunar minnar eru þær að ummynd- anir forngrískra og latneskra orðasafna á veraldarvefnum séu ekki einfalt framhald á orðabókargerð fyrri alda þótt þær byggist á þeim vísindalega grunni sem fyrri kynslóðir textafræðinga hafa lagt, held- ur byltingarkennd nýjung í orðabókargerð og textanotkun sem hafi þegar, og muni enn frekar í framtíðinni, markað húmanísk fræði á var- anlegan hátt. Á þessu sviði hafa klassískir fræðimenn, einkum banda- rískir, unnið brautryðjendastarf sem nýtast mun fræðimönnum á svið- um annarra tungumála og bókmennta með margvíslegum hætti. En til þess að hin nýju vísindi fari að gagnast fræðimönnum í sem flestum greinum (og undirgreinum) er auðvitað mikið starf óunnið. Ljóst er að hin nýju orða- og textasöfn spunnin margvíslega á staf- rænum vefstólum bjóða upp á mikla endurvinnslu gamals efnis. Sjálf- ur vildi ég sjá í framtíðinni fullkomið safn allra íslenskra latínutexta, og þar með taldar allar latneskar þýðingar á íslenskum miðaldatext- um, tengt við orðmyndagreiningarvél og þær orðabækur sem Orða- bók Háskólans hefur gefið út á prenti á undanfömum ámm og á því á rafrænu formi, s.s. Kleyfsa og Bjöm Halldórsson. Með slíkt tæki í hönd- unum gæti íslenskur fræðimaður með latínukunnáttu ofið merkingar- vefi sem aldrei fyrr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.