Orð og tunga - 01.06.2008, Side 35
Gottskálk Jensson: Ummyndanir klassískra orðasafna
25
um. Sem dæmi um slíkt textasafn er The Latin Library, <www.thelatin
library.com>, þar sem hægt er að lesa flesta klassíska texta á latínu í
heilu lagi. Það verkefni var allt unnið í sjálfboðavinnu.
Þessi textasöfn, sem hægt er að fínkemba í leit að sérstökum orð-
um og orðmyndum, hafa nú um allnokkurt skeið verið vinnutæki
klassískra fræðimanna og haft bein áhrif á textafræðilegar rannsóknir
þeirra. Sem dæmi um nýtt svið innan klassískra fræða sem beint má
rekja til þess háttar orðaleita eru nákvæmar rannsóknir á merkingar-
sviðum einstakra lykilhugtaka, s.s. tilfinninga og ástríðna, í textasam-
hengi. Slíkar rannsóknir hafa með fræðilegum og öguðum aðferðum
og tíðum vísunum í textadæmi leyst af hólmi eldri innsæisskrif um
hugarfar og ástríður fornmanna.
7 Lokaorð
Helstu niðurstöður þessarar athugunar minnar eru þær að ummynd-
anir forngrískra og latneskra orðasafna á veraldarvefnum séu ekki
einfalt framhald á orðabókargerð fyrri alda þótt þær byggist á þeim
vísindalega grunni sem fyrri kynslóðir textafræðinga hafa lagt, held-
ur byltingarkennd nýjung í orðabókargerð og textanotkun sem hafi
þegar, og muni enn frekar í framtíðinni, markað húmanísk fræði á var-
anlegan hátt. Á þessu sviði hafa klassískir fræðimenn, einkum banda-
rískir, unnið brautryðjendastarf sem nýtast mun fræðimönnum á svið-
um annarra tungumála og bókmennta með margvíslegum hætti. En til
þess að hin nýju vísindi fari að gagnast fræðimönnum í sem flestum
greinum (og undirgreinum) er auðvitað mikið starf óunnið.
Ljóst er að hin nýju orða- og textasöfn spunnin margvíslega á staf-
rænum vefstólum bjóða upp á mikla endurvinnslu gamals efnis. Sjálf-
ur vildi ég sjá í framtíðinni fullkomið safn allra íslenskra latínutexta,
og þar með taldar allar latneskar þýðingar á íslenskum miðaldatext-
um, tengt við orðmyndagreiningarvél og þær orðabækur sem Orða-
bók Háskólans hefur gefið út á prenti á undanfömum ámm og á því á
rafrænu formi, s.s. Kleyfsa og Bjöm Halldórsson. Með slíkt tæki í hönd-
unum gæti íslenskur fræðimaður með latínukunnáttu ofið merkingar-
vefi sem aldrei fyrr.