Orð og tunga - 01.06.2008, Page 41

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 41
Jón Hilmar Jónsson: í áttina að samfelldri orðabók 31 2 Skorður og takmarkanir prentaðrar orðabókar- lýsingar Prentaðar orðabækur hafa búið við margvíslegar skorður og takmark- anir sem orðið hafa enn skýrari en áður eftir að rafræn orðabókarlýs- ing kom til sögunnar. Hér verður drepið á þrjá veigamikla þætti sem hafa haft mótandi áhrif í þessu sambandi en horfa allt öðruvísi við þegar ekki þarf lengur að taka mið af prentuðum búningi. 2.1 Efnisleg takmörkun Einn nærtækasti flokkunarþáttur orðabóka varðar stærð þeirra og efn- ismagn. Þótt hinar stóru orðabækur rúmi augljóslega meira efni en þær sem minni eru , er ekki þar með sagt að þeir sem vinna við gerð þeirra þurfi síður að takmarka það efni sem er í boði og unnið er úr. Krafan um mat á gildi flettiorða og takmörkun flettiorðaforðans er áþreifanleg hvort sem í hlut eiga stórar orðabækur eða litlar. Eftirtekt- arvert er að sá vandi sem þar er við að eiga er sjaldnast til umræðu þegar gerð er grein fyrir tilurð og gerð orðabóka. Gildi flettiorða má meta út frá ýmsum sjónarmiðum, og í flest- um orðabókum er mikill hluti flettiorðanna studdur margþættu gild- ismati, sem m.a. getur byggst á notkunartíðni, merkingarlegri marg- breytni, hugtakslegum skýrleika og notkunarfestu í orðasamböndum (sjá m.a. Svensén 2004:79-93). Eftir því sem slíkir einkennisþættir eru færri og veikari er að öðru jöfnu erfiðara að meta hvort tiltekið orð eigi rétt á sér sem flettiorð. Þar kemur m.a. til álita hvemig líta ber á virka orðmyndun og hvort eðlilegt sé að gera henni nokkur skil með aðild mikilvægra for- og bakliða en takmarka að sama skapi að- ild einstakra samsettra og afleiddra orða. í þessu efni hlýtur afstaðan þó alltaf að mótast af því hvaða notendahópur er hafður í huga. í ein- mála orðabók , þar sem einkum er gert ráð fyrir notendum sem hafa mál orðabókarinnar að móðurmáli, má hugsa sér mun strangari tak- mörkun á aðild merkingarlega gagnsærra samsetninga en í tvímála orðabók, þar sem meirihluti notenda kemur að viðfangsmálinu sem erlendu máli. Þá er hugsað til þess að notkunin beinist fyrst og fremst að skilningi á orðum og orðafari, þar sem merkingarskýringar eru í fyrirrúmi. En á móti kemur að sami notendahópur er líklegur til að hafa þörf fyrir aðgang að fjölbreyttu orðafari, þ. á m. margvíslegum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.