Orð og tunga - 01.06.2008, Side 43

Orð og tunga - 01.06.2008, Side 43
Jón Hilmar Jónsson: í áttina að samfelldri orðabók 33 stendur hvert flettiorð um sig með sínum efnisþáttum harla sjálfstætt og einangrað. Því hefur löngum reynst erfitt og fyrirhafnarsamt að tryggja viðunandi samræmi í lýsingu sambærilegra flettna. Val fletti- myndanna styðst líka mjög við gamalgróna hefð, þar sem takmark- að tillit er tekið til breytilegs hlutverks í setningarlegu umhverfi. í íslenskum orðabókum hafa atviksorð sem formlega eru hvorugkyns- myndir samstofna lýsingarorðs (myndir eins og fljótt, skýrt, stíft) ógjama verið sjálfstæð flettiorð, og svipuð staða er uppi gagnvart lýs- ingarháttum sagna í lýsingarorðshlutverki (t.d. meiddur, sbr. meiða(st), klæddur, sbr. klæða(st)). Þar sem merkingarlýsing orðanna er í fyrirrúmi er sundurgrein- ing merkingarbrigða og innbyrðis skipan merkingarliða oft aðalvið- fangsefni orðabókarlýsingarinnar. I prentaðri orðabók er eðlilegt að röð merkingarliðanna sé sem mest látin ráðast af röklegu samhengi og reynt sé að endurspegla þá heildarmynd af orðinu sem notkunar- heimildimar skila. Þótt einstök notkimartilefni snúist aðeins um til- tekna merkingu blasir hún ekki við ein og sér heldur verður að svip- ast um í lýsingunni. Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að styrkja hið málsögulega sjónarhorn við merkingarlýsinguna, sem aftur stuðlar að því að gömul merkingarbrigði haldi velli þótt þau eigi sér ekki lengur stoð í lifandi málnotkun. Og um leið verður til ákveðið viðnám gegn því að hróflað sé við orðlýsingunni eða flettiorðið sé fellt brott. Slík innri festa getur líka verið samofin öðmm efnisatriðum en merkingu orðsins. Þegar föst orðasambönd em undirskipuð stökum flettiorðum, eins og sterk hefð er fyrir, geta einstök merkingarbrigði flettiorðsins átt við um þau sérstaklega. Þótt slíkt merkingarbrigði standi ekki undir sér að öðm leyti getur orðasambandið og notkun þess tryggt því líf í orðabókartextanum. Þannig er áhersla á merkingarlýsingu hið innra háð formlegum eigindum orðanna á ytra borði lýsingarinnar. Merkingarlegt samhengi á milli orða og innan orðaforðans er hins vegar illa sýnilegt. Þá er öll yfirsýn um föst og sjálfstæð orðasambönd, jafnt formlega sem merk- ingarlega, háð aðgangi um stök flettiorð. Sú tilhögun er líkleg til að takmarka aðild slíkra orðasambanda vemlega og torvelda yfirsýn um samhengi þeirra og framsetningu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.