Orð og tunga - 01.06.2008, Page 47

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 47
Jón Hilmar Jónsson: í áttina að samfelldri orðabók 37 ar aðgerðir eru ekki bundnar við stök atriði, þær geta einnig beinst að afmörkuðum efnisþáttum og einkennum og þá gjarna byggst á úr- vinnslu og greiningu nýrra gagna. Jöfn og stöðug endurnýjun, sem gerð er sýnileg gagnvart notendum, er til þess fallin að vekja áhuga þeirra og traust á orðabókarlýsingunni og ljá henni æskilegan fersk- leika. Nýir valkostir við miðlun orðabókarlegra upplýsinga hafa einnig áhrif í þá átt að skerpa athygli notenda. Myndefni getur gegnt veiga- miklu hlutverki og komið fram á margvíslegan hátt, m.a. stutt við skýringar í rituðu máli, hreyfimyndir geta lýst samsettu atferli (svo sem ýmiss konar verklagi og vinnubrögðum) betur en nokkur orð, og myndræn auðkenning efnisatriða lífgar upp á orðabókartextann. Hljóðefni hefur stóraukið gildi þeirra upplýsinga sem veita má um framburð orða, og það má einnig nýta til stuðnings rituðum skýring- um á orðafari sem lýtur að hljóðum í ýmsum myndum. Galdurinn er í því fólginn að flétta þessa miðlunarkosti saman á sem haganlegast- an hátt. Með markvissri notkun mynd- og hljóðefnis má einnig sækja lengra en áður inn á svið alfræðilegra upplýsinga og koma fyrir ýmiss konar fróðleik í tengslum við orðabókarefnið. 3.2 Sveigjanleg umgjörð orðabókartextans Gagngerasta breytingin sem leiðir af tilkomu rafrænnar miðlimar orðabókarlegra upplýsinga er þó fólgin í því að þar með er rofin sú fasta umgjörð sem orðabókartexinn óhjákvæmilega hefur í prentaðri orðabók. Segja má að með því opnist dyr í allar áttir. Meðferð flettulist- ans sýnir þetta í einfaldri mynd. Hann þarf ekki lengur að koma fram í fastri röð, og reyndar þarf hann ekki að birtast sem slíkur því notand- inn getur einfaldlega ritað þá flettimynd sem hann hefur valið, séð þá lýsingu sem þar er á bak við og eftir atvikum fetað sig áfram í leit að frekari upplýsingum. En það getur verið gagnlegt að hafa flettulist- ann fyrir augunum, eiga þess kost að velja viðeigandi flettu án þess að rita hana í leitarreit, sjá þann orðaforða sem stendur næst leitarorðinu í stafrófsröð eða orðmyndunarlega o.s.frv. Flettulistann má auk þess flokka á ýmsa vegu án tillits til flettustrengsins sjálfs, t.d. málfræði- lega eftir orðflokki og jafnvel (ef viðeigandi greining hefur farið fram) merkingarlega eftir hugtaki eða merkingarsviði. Slík greinimörk má svo eftir atvikum tengja saman til að hnitmiða leitina enn frekar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.