Orð og tunga - 01.06.2008, Page 63

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 63
53 Laufey Leifsdóttir: íslensk orðabók í hálfa öld sem við á.3 Ef þörf krefur eru millivísanir innan sagnarinnar. Aðal- steinn Davíðsson, orðabókahöfundur og nú málfarsráðunautur Ríkis- útvarpsins, fór sömuleiðis yfir skýringarkafla sagnflettnanna. Aðrir orðflokkar, sem fengu nokkra skoðun fyrir þriðju útgáfu, voru fornöfn og upphrópanir. Mikilvægri endurskoðim á stórum nafnorðum og lýsingarorðum var ekki hægt að sinna að neinu ráði en þar þarf mjög vandlega yfirferð og nákvæma aðferðafræði. í orða- bókinni eru þónokkur stór nafnorð sem þarf að skýra vel og var gerð tilraun til þess að setja þau upp út frá svipuðum forsendum og sagnir, með því að setja upp agnir sem þeim fylgja og dæmi um notkun nafn- orðanna með hverri þeirra.4 Þar gengur uppsetningin fyrst og fremst út frá formlegum einkennum orðanna. Ónnur leið, sem mætti hugsa sér að fara, væri einhvers konar merkingarleg nálgirn í átt við lýsingu orða í Orðastað Jóns Hilmars Jónssonar. Hér þarf að finna góða aðferð til að lýsa grunnorðum af þessu tagi. Annað vandamál, sem snýr að skýringartextum nafnorða, er í hvaða röð á að raða skýringum þeirra. Þessu má lýsa sem tveimur aðferðum, annars vegar sögulegri og hins vegar samtímalegri röð- un. Með sögulegri aðferð er átt við að fyrsta skýring nafnorðs sé e.k. ,grunnmerking', t.d. að borð merki ,fjöl, plægður viður, borðviður, smíðaefni' og aðrar merkingar orðsins fylgi þar á eftir. Þar með má fá nokkurs konar merkingarlegt samhengi í skýringar flettunnar. Sam- tímaaðferðin er þá sú að algengasta skýring orðs sé höfð fremst. Ef sú leið er farin getur uppröðunin hæglega orðið sú að ,grunnmerk- ingin' sé forn skýring orðs og komi fyrir í sjötta lið, en á hinn bóginn sér notandinn strax skýringu sem hann kannast við. Við orðið borð er til dæmis fyrsta skýring nú ,plata á fótum til að vinna, snæða, sitja við' en grunnmerking ,fjöl, plægður viður, borðviður, smíðaefni' er í öðrum lið. I flettunni borg er svo fyrsta merking ,kastali, virki' en ekki sú sem er algengust, ,staður, bær'. í íslenskri orðabók voru frá upp- hafi notaðar báðar þessar leiðir og engri sérstakri línu fylgt í þessum frágangi. Ótal spumingar vakna. Hver er algengasta merking orðs? Rofnar samhengi við merkingarlegan uppruna um of ef skýringum er raðað upp eftir því hversu almennar þær eru? Hverjar eru þarfir not- andans? Leitar hann algengustu merkingar eða kemur honum ,rökleg röð' betur? 3Sjá t.d. flettuna leysa í íslenskri oröabók á prenti eða á Netinu. 4Sjá t.d. flettuna hönd í íslenskri orðabók á prenti eða á Netinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.