Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 71
Baldur Jónsson
Klambrar saga
Fyrri hluti
Kvenkynsorðið klömbur og afkvæmi þess
1 Inngangur
Kvenkynsorðið klömbur er gamalt í íslensku, bæði sem samnafn og
bæjamafn, og kunnugt af heimildum síðan á miðöldum. Undirstöðu-
merking þess er 'þrengsli' eða 'klemma', og það var snemma haft um
áhald sem kalla má til skýringar klemmitöng eða fastheldu.1 Margt
hefir verið óljóst um þetta orð, feril þess og meðferð, og sama er að
segja um fleirtöluorðið klömbrur og kvenkynsorðið klambra (í ft. klömbr-
ur). Öll þessi orð eiga sameiginlegar beygingarmyndir í þg. og ef. ft.,
klömbrum, klambra, og geta öll merkt 'fasthelda', þótt þau hafi fleiri
merkingar. Þannig eru þau eins og samvaxin eða flækjast hvert í öðru,
og hefir það valdið miklum ruglingi bæði meðal lærðra og leikra.
í þessum fyrri hluta Klambrar sögu verður reynt að greiða úr flækj-
unni og átta sig á ferli orðanna. í síðari hlutanum (sem er væntanleg-
ur í næsta hefti Orðs og tungu) verður einkum fjallað um bæjamafnið
Klömbur og rakinn ferill þess á nokkrum stöðum á landinu.
'Orðiöfasthelda, sem ég leyfí mér að nota hér, hefir ef til vill aldrei komist í orða-
bækur. Sonur minn, Jón Baldursson, yfirlæknir í Reykjavík, kenndi mér þetta orð fyrir
mörgum árum. Hann hafði lært það ungur af bónda austur á Jökuldal sumarið 1979,
og var það haft um nútímalega griptöng með skrúfu.
Orð og tunga 10 (2008), 61-93. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
Reykjavík.