Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 79

Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 79
Baldur Jónsson: Klambrar saga 69 klambra upp 'hrófa upp', en ljóst er að hann hefir jafnframt í huga að klambur (hk.) og klambra (kv.) merki 'ísstykki' og blandar þessu sam- an. Nokkra skýringu á misskilningi sr. Björns Halldórssonar má finna hér á eftir (sjá 4.2.1). Svipaðar hugmyndir hafði samtímamaður hans, Hannes biskup Finnsson (sjá Kristján Eldjárn 1953:152), og eitthvað hefir sá skilningur verið á kreiki síðar. Jón Helgason (1967:138) segir þetta „unojagtigt og misforstáet" og vísar í ritgerð Kristjáns Eldjáms. Jón bendir á (1967:103) að skýringar sr. Björns séu oft rangar eða mjög óvissar, þegar hann fæst við sjaldgæf orð, og láti hugmyndir um orðsifjar villa sig. Notkunardæmi búi hann til sjálfur. Orðabók Háskólans hefir eitt dæmi um orðið klambraveggur (ritað svo), sem haft er um hrófatildur í óeiginlegri merkingu, lélega rök- semdafærslu eða þvíumlíkt: „þannig er nú hruninn klambraveggur greinasmiðsins".12 2.3.2 klambrarhnaus Orðið klambrarhnaus kemur miklu síðar fram. Það er haft um torf- hleðsluhnaus og er einungis kunnugt af þremur heimildum frá 18. öld, en þeim ber ekki saman. Þetta orð er á tveimur stöðum í orðabók Jóns úr Grunnavík (í AM 433 fol.). Á öðrum staðnum er þýðingin „cespes eodem modo, scilicet forma cubica, factus" og fylgja tvær rissmyndir sem minna á kvía- hnaus. Á hinum staðnum (u. hnaus) er þýðingin „cespes qvadratus forma factus".13 Önnur heimild er orðabókarhandritið Lbs. 225 4to (bls. 131), rit- að um 1780 með hendi Hannesar biskups Finnssonar. Þar er latneska skýringin „cespes qvadratus", en engin athugasemd um að átt sé við lélegan hnaus eða frosinn moldarköggul. Líklega hefir Hannes stuðst við orðabók Jóns úr Grunnavík (sbr. Jón Helgason 1926:122), en vand- séð er hvers vegna hnaus með teningslagi er kenndur við klömbur. Skýringin er ef til vill sú að þeir Jón og Hannes hafi aldrei fengist við torfhleðslu og ekki þekkt aðra hnausa en kvíahnaus. 12Dæmið er úr deilugrein sem birtist í Norðanfara, 4. árg. 1865:15, og nefnist „Svar móti svari". Höfundurinn, „E. Th.", mun vera sr. Einar Thorlacius (1790-1870), pró- fastur í Saurbæ í Eyjafirði, sbr. íslenzkar æviskrár 1:386. 13Hér er farið eftir uppskrift Jakobs Benediktssonar í vörslu OH.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.