Orð og tunga - 01.06.2008, Page 84

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 84
74 Orð og tunga Þegar svo er komið að lokum að fleirtölumyndin klömbrur hefir laðað fram eintölumyndina klambra, er komið til sögunnar nýtt kven- kynsorð með veika beygingu og fleiri merkingar en nú hafa verið nefndar. Um það verður fjallað sérstaklega í 4. kafla. Eftir sem áð- ur er fleirtöluorðið klömbrur notað um klemmitengur. Fá dæmi er þó að finna um þá merkingu (utan orðabóka) eftir 1800 en þeim mim algengara á 19. öld að klömbrur sé notað í óeiginlegri merkingu um klípu, ógöngur og vandræði.20 Þessi þróun er samfara því, að gömlu klambrirnar voru smám saman að víkja fyrir betri töngum og tækj- um. Sigurður Vigfússon fornfræðingur segir (1881:72) að „klömbrur" hafi verið algengar hér á landi „svo sem fyrir mannsaldri" (þ.e. um 1850) og segist sjálfur hafa notað klömbrur í ungdæmi sínu, „bæði til að sverfa í skónálar og fleira", því að hann átti ekki skrúfstykki þá.21 3.2 klömbrur í samsetningum 3.2.1 í viðlið Allar samsetningar sem fundist hafa með -klömbrur að síðari lið, sýna að aðalmerking þessa orðs hefir verið 'klemma, fasthelda': skrújklömbr- ur (1685), tréklömbrur (1773), ísklömbrur (1791), handklömbrur (1846?), skrúfuklömbrur (1852), járnklömbrur (1920).22 Alls staðar er nefnifallið -klömbrur, en engin dæmi hafa fundist um -klambrar né -klambrir. Um hvert þessara samsettu orða er aðeins ein tiltæk heimild nema um ísklömbrur. Um það eru þrjú dæmi, hið elsta í þolfalli, hin í þágu- falli. í þessu orði er merkingarlegur tvískinnungur. Annars vegar er það notað sem líkingamál um þær klemmitengur sem ísinn er, þegar hann læsir sig um skip og báta og hvað eina, hins vegar um ísjaka. 20Þetta endurspeglast í Supplementum Jóns Þorkelssonar (1890-1894) og orðabók Blöndals (1920-1924) sem eru mjög samhljóða um orðið klömbrur. 21Sigurður var fæddur 1828. Sjá einnig Kristján Eldjárn 1953:154. - Þetta má einnig ráða af aldri ýmissa heita sem notuð voru um slík áhöld. Áður var minnst á orðið skrúfklömbrur sem kemur tvisvar fyrir í handritum frá 1685, og skrúfuklömbrur eru nefndar í þýðingu Magnúsar Grímssonar á Eðlisfræði Fischers 1852. Orðið skrúfstykki kemur fyrst fyrir undir lok 18. aldar. Frá miðbiki 19. aldar má finna orðin fílkló (d. filklo), handklömbrur og handskrúfstykki, og orðið skrúfhelda sést á prenti í byrjun 20. aldar. Auk þessa má nefna handkló 'lítið skrúfstykki', og jámklömbrur 'Skruestikke' er að finna í Bl. 22Ártöl í svigum sýna aldur (elsta) dæmis skv. OH. - Dæmið um tréklömbrur, sem OH hefir fengið úr Þjóðskjalasafni, er í þágufalli, svo að nf. tréklambrir er auðvitað hugsanlegt, en verður að teljast ósennilegra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.