Orð og tunga - 01.06.2008, Page 87
Baldur Jónsson: Klambrar saga
77
jafnvel eingöngu, með klömbru-. Telja má víst að sumum örnefnum
hafi verið breytt þannig með umskiptum. Sama gæti átt við um önnur
fleirtöluorð í örnefnum, og er ástæða til að vera á varðbergi gagnvart
slíku við örnefnaskýringar.
4 Nafnorðið klambra
Svo fór að lokum að fleirtöluorðið klömbrur laðaði fram eintölumynd
sína, klambra, sem eftir það gat verið, hvort heldur sem var, tölubeygt
orð eða eintölubundið, en notkun eintöluorðsins hefir verið sjaldgæf.
Orðið klambra skýtur fyrst upp kollinum í orðabók Bjöms Hall-
dórssonar. Þar er það flettiorð og talið merkja 'ísstykki' en er hálfgert
draugorð í þeirri merkingu, eins og síðar verður sýnt fram á. Alla 19.
öld eru nánast engin ömgg dæmi um orðið klambra (nema sem bæj-
arnafn undir Eyjafjöllum). A 20. öld bregður því fyrir í eintölu, þegar
rætt er um smíðatengur og hnausa, en er oftast í fleirtölu. Vera má að
í merkingunni 'hnaus' sé það myndað á annan hátt en í hinum merk-
ingunum og skuli að því leyti teljast annað orð. Meira um það síðar
(sjá 4.2.4), en ljóst er að orðið klambra á sér bæði stutta sögu og slitr-
ótta.
Víkjum fyrst að beygingu orðsins, síðan að merkingum og notk-
unardæmum og loks nánar að aldri þess.
4.1 Beyging
Kvenkynsorðið klambra beygist svo:
4. tafla
eintala fleirtala
nf. klambra klömbrur
þf. klömbru klömbrur
þg- klömbru klömbrum
ef. klömbru klambra
Þannig tölubeygist orðið klambra sem heiti á sérstökum torfhleðslu-
hnaus, en einnig má nota það eingöngu í eintölu sem efnisheiti eða
tegundarheiti á klömbruhnausum.29
29Orðabók Háskólans hefir þetta dæmi úr Árbók Þingeyinga 1980:60: „Hann kvaðst
eiga til nokkuð af „klömbru" í stökkum sem hann hefði ætlað í hesthús, sem hann
þyrfti að byggja við tækifæri".