Orð og tunga - 01.06.2008, Page 111

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 111
101 Þóra Björk Hjartardóttir: íslenzk-færeysk orðabók Fyrir valinu varð stafurinn D, frá orðinu dáti til orðsins dik í ÍF. Þessi eina opna, fjórir dálkar, samsvarar tæpum tveimur opnum í ÍO eða sjö og hálfum dálki. Brot bókanna er hið sama og eins er letur og leturflötur af sömu stærð svo af umfanginu einu er augljóst að ým- islegt hefur ekki verið tekið upp í ÍF. í formála ÍO segir (bls. ix) að uppflettiorð hennar séu talin vera um 85.000 sem er um 40% fleiri orð en í ÍF en þau eru um 51.000 (sbr. 2. kafla). Þessi munur endurspeglast vel í samanburðarkaflanum því í honum reyndist fjöldi flettiorða ÍO vera 192 á móti 111 flettiorðum í ÍF, eða 42% fleiri. I reynd er munurinn enn meiri því þó nokkuð er af samsettum flettiorðum í ÍF sem í öllum tilvikum er gerð grein fyrir í imdirflettum í ÍO. Séu þau undanskilin fækkar flettiorðunum í ÍF allnokkuð. Taka má dæmi af samsetningum með fyrri liðnum deilu-. Undir flettiorðinu deiluaðili í IO eru tilgreind orðin deiluatriði, deiluefni, deilugjam, deilu- mál, deilurit, deilusamur, allt innan einnar og sömu flettugreinar.* 8 í ÍF er hvert og eitt þessara samsettu orða sjálfstætt flettiorð að frátöldu orðinu deilurit en athugun sýndi einmitt að samsett orð eru heldur færri í ÍF en í ÍO. Þessi ólíka meðhöndlun samsettra orða tekur mið af helsta markhópi hvorrar orðabókar fyrir sig. Notendur tvímála orða- bóka kunna yfirleitt ekki skil á samsetningarmöguleikum orðstofna viðfangsmálsins og því er eðlilegt að hægt sé að fletta samsettum orð- um beint upp í slíkum orðabókum. Öðru máli gegnir fyrir notendur sem hafa viðfangsmálið að móðurmáli. Þeir geta rakið sig áfram út frá fyrri lið samsetninga og því er ekki eins mikil þörf á því að samsettum orðum séu gerð skil sem sjálfstæðum flettum í móðurmálsorðabók- um.9 En í hverju liggur mimurinn á fjölda flettiorðanna í ÍO og ÍF? Hvaða orð er ekki að finna í ÍF? Er um skipulega ritstýringu á orða- forðanum að ræða? Samanburðurinn á úrtakinu úr stafkaflanum D leiddi í ljós að staðið hefur verið skipulega og skynsamlega að verki við grisjun orðaforðans í ÍO eins og hér verður nú greint frá. Orð af eftirfarandi gerð er undantekningalaust ekki að finna í ÍF: til þess að stuðst hafi verið frekar við þá útgáfu. 8Framsetning er að vísu með öðrum hætti. Samsetningarskil eru sýnd í flettiorðinu sjálfu, deilu-aðili, og samsetningum er komið á framfæri með því að sýna síðari lið eingöngu eftir bandstriki: - atriði. 9Í íslenskri orðabók (2002) er reyndar oftast farin svipuð leið og í ÍF: Samsetningar eru þar sjálfstæðar flettur í velflestum tilvikum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.