Orð og tunga - 01.06.2008, Page 127
Fréttir af þingum
2.4 Norsk Ordbok 2014
117
Frá verkefninu Norsk Ordbok 2014 sem unnið er að við háskólann í
Ósló mætti tuttugu manna hópur. Vinnan við Norsk ordbok hófst um
1930, fyrsta bindið kom út 1966 og útgáfunni á að vera lokið 2014.
Samhliða pappírsútgáfunni er nú unnið að rafrænni útgáfu á orða-
bókinni. Kristin Bakken og Oddrun Gronvik héldu erindi um hvernig
farið er að við að tryggja vísindaleg gæði útgáfunnar. Einnig er reynt
að samræma verkefnin þannig að njóta megi sameiginlegs ávinnings
bæði fræðilega séð og tæknilega, eins og Eli Johanne Ellingsve gerði
grein fyrir í erindi sínu: Ein digital portalveg til Norsk Ordbok. Lars
S. Vikor ræddi um flokkun fastra orðasambanda í Norsk ordbok og
hvernig farið er með hina mismunandi flokka ýmist sem fleiryrtar
flettur eða sem dæmi í orðsgreininni. Dagfinn Rodningen og Knut
E. Karlsen notuðu Norsk ordbok sem dæmi um hvemig hægt er að
þjálfa grunnskólanemendur í notkun orðabóka, og lýstu því hvemig
nota má orðabækur í móðurmáls- og tungumálakennslu í grunnskól-
um í Skandinavíu. Þeir tóku fram að í námsskrám grunn- og fram-
haldsskóla er gert ráð fyrir að nemendur kynnist orðabókum eða að
minnsta kosti orðalistum, en víða reynist pottur brotinn í þeim efnum.
2.5 Notkun og notendur
Notkun orðabóka var líka í brennidepli hjá tveim af hinum yngri þátt-
takendum ráðstefnunnar. Alexandra Granström frá Uppsalaháskóla
benti í erindi sínu, Ordböcker och informationsbeteende, á að hegð-
un orðabókamotenda sé orðabókahöfundum að mörgu leyti lítt kunn
og þess vegna sé lítið tillit tekið til hennar við gerð orðabóka. Hún
sýndi fram á að aðferðum sem tíðkast innan bókasafns- og margmiðl-
unarfræði má vel beita til að kanna hvemig orðabækur eru notaðar.
Það átti því vel við að Anki Hult frá Gautaborgarháskóla kynnti nið-
urstöður úr rannsókn sinni sem einmitt snertir hegðim orðabókarnot-
enda. Hún hefur athugað þær upplýsingar sem fram koma í notkun-
arskrám rafrænu Lexin-orðabókanna, þar sem leitarmynstur notenda
kemur fram. Þar má sjá hvers notendur hafa leitað og hvernig þeir
bmgðust við þegar leitin bar ekki árangur.
Carsten Hansen fjallaði í erindi sínu um orðabók sem er sniðin að
þörfum mjög vel skilgreinds markhóps. Skoleordbog Tysk er ætluð
dönskum unglingum á aldrinum 13-16 ára sem eru að byrja að læra