Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Side 42

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Side 42
SKAGFIRÐINGABÓK 42 reyndu. Sagan segir að Bjarni hafi verið 8–9 ára þegar hann fékk að keyra hjá Árna Rögg, hefur þá naumast náð niður á pedalana. Árið 1948 tók Bjarni bílpróf og fékk þá í afmælisgjöf frá foreldrunum International vörubíl með vélsturtu, sem hann vann á í vegagerð um nokkurra ára skeið. Frá 1950 til 1954 ók hann rútum fyrir Norðurleið milli Akureyrar og Reykjavíkur og 1954 stofnaði hann eigið fyrirtæki, Vöruflutninga Bjarna Haraldssonar, sem sinnti flutningum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Það var ekki sjálfgefið að fá sérleyfi til flutninga á þeim tíma, það var hálfgert happdrætti,“ segir Bjarni. Fyrsti bíllinn var nýr fimm tonna Bens. Í fyrstunni flutti hann aðallega kjöt suður og allskonar vörur til baka. Í þá daga tók ferðin heilan dag og helsti viðkomustaðurinn á leiðinni var Fornihvammur. Eftir 1959 réði hann bílstjóra á flutningabílinn. Eftir því sem árin liðu stækkuðu bílarnir og útgerðin jókst, en þetta fyrirtæki rak hann samhliða versluninni allt til ársins 2001, seldi það þá. Hann hélt eftir litlum flutningabíl sem hann tekur ennþá í. „Ég stelst annað slagið til að aka suður á bílnum, mér til gamans, og einnig hér innanbæjar í snatti fyrir hina og þessa. Fyrir mig er það eins og vítamínsprauta,“ segir Bjarni og brosir breitt (Vefsíða). Sá sem hér skrifar hefur stundum þurft að tímasetja myndir teknar á Króknum fyrir löngu. Ef bíll er þar á stæði þá er málið í höfn hjá Bjarna. Fyrir neðan lóðina þar sem stóð Bræðrabúð er húsalengja á kambinum sem nær að Briemshúsi, Aðalgötu 20. Sláturhús K.G., Kristjáns Gíslasonar kaupmanns, stóð þar á kambinum. K.G. fluttist frá Króknum 1952 en nokkru fyrr mun Haraldur hafa keypt sláturhúsið ásamt lóðinni, líklega ekki síðar en 1949, en það ár reisti Bjarni bílskúr sunnan við húsið, áfast því og náði alveg að lóðamörkum við Briem. Haraldur seldi síðar stærstan hluta sláturhússins 1952– 53 nokkrum mönnum sem stofnuðu þar trésmíðaverkstæði, Litlu trésmiðjuna sem svo hét og þeir veittu forstöðu Vilhjálmur Hallgrímsson og Stefán Guðmundsson, Stebbi Dýllu sem kallaður var, síðar þingmaður. Þeir byggðu hæð ofan á húsið. Þarna er nú Leikfélag Sauðárkróks til húsa. Syðst í sláturhúslengjunni og aðliggjandi bílskúrnum var pakkhús og þaðan gerði Bjarni út bíla sína. Þar var lengi bílaþvottaplan á hlaðinu. Síðar var spennistöð klastrað ofan í húsaröðina. Bjarni kom í meira mæli að versl- unarrekstrinum 1959, á 40 ára afmæli búðarinnar, enda var Haraldur þá tekinn að reskjast. Eftir sem áður var hann alltaf í búðinni, alveg til hinsta dags 1973. Í fornritum koma við sögu verksígjarnir menn. Haraldur var slíkur maður, alltaf að með hljóðlátu fasi og óáleitinn; oft var hann kominn til starfa um fjögurleytið að morgni – eða nóttu. Sá sem hér skrifar getur alls ekki séð Harald fyrir sér tala með þjósti eða gífuryrðum. Hann var hæglátur sómamaður sem hugsaði jafnan áður en hann tók til máls og fór spart með stóryrði og er eftirbreytni vert. Eftir hæverska kveðju átti hann til að spyrja sem svo með góðlátlegu brosi og glaðegu uppliti: „Ertu nokkuð bágur í dag?“ Hannes Pétursson segir að kringum hann hafi jafnan verið blíðalogn og ró, aldrei sviptivindar. Hann stóð vaktina við Aðalgötu full 60 ár og samtals um 70 ár við búðarborð ef árin hans á Akureyri eru talin með.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.