Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 109

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 109
BÚSKAPARHÆTTIR Í EFRA-NESI Á SKAGA 1955–1967 109 á eldiviði þar sem langt var til sjávar, en í staðinn var notað tað og mór sem var tekinn upp á vorin í flóa skammt frá bænum. Þar voru mógrafir sex til átta skóflustungur að dýpt eftir því hve mótakið var gott. Hnausum var kastað upp á bakkann, ekið í hjólbörum eða bornir á handbörum út á þurrkvöll og síðan stungnir með þunnu skóflublaði í sneiðar sem breiddar voru til þerris á þúfur. Þegar mórinn fór að þorna var honum hlaðið í hrauka, en síðan staflað í stæður sem svo voru fluttar heim í geymslu. Eins var með taðið. Það var þurrkað og safnað í hlaða til vetrarins. Túnið í Efra-Nesi var þýft og grýtt og engin leið að ná af því stráunum nema með orfi og ljá. Fljótlega var reynt að bylta þúfum og slétta, en landið misseig fljótt og nýir steinar skutu upp kolli á hverju vori svo erfitt var að koma við vélum og orfið og hrífan voru helstu tækin svo sem verið hafði um aldir. Túnið var einnig lítið og töðufengur rýr þannig að leita þurfti til heiðarinnar eftir heyskap. Víða var borið niður, en þar var þó Engjaflóinn gjöfulastur, loðnar brokflár þar sem slegið var og bundið svonefnt votaband er síðan var flutt heim á tún til þurrkunar. Ekki gekk það þó alltaf vel því flóinn var forblautur, klárarnir lágu á kviði í keldunum, veltu af sér sátunum og sprengdu af sér gjarðir og klyfbera í umbrotunum. Var oft tafsamt að koma heylestinni á þurrt og í götuna heimleiðis. Ég var komin yfir fermingu er ég fór með heyband úr Engjaflóanum í síðasta sinn. Þá var flutt á fjórum reiðingshestum sem getur tæpast kallast heybandslest, en það gat nú snarast á klárunum samt og jafnvel farið um hrygg þegar verst lét. Þegar heim á tún kom var hleypt niður af klökkum, leyst úr sátum og heyinu dreift á þurrkvöll. Eitt starf vil ég minnast á er flestum þykir eflaust fráleitt að nokkur núlifandi manneskja þekki af eigin raun, en það er hjáseta – að sitja yfir ám daglangt og gæta þeirra. Þetta fékk ég að upplifa og reyna á eigin skinni. Ekki var þó fært frá, þ.e. lömbin tekin frá ánum og ærnar mjólkaðar í kvíum, heldur fór þetta starf fram snemma vors, svona nálægt sumarmálum upp úr 20. apríl er dag tók að lengja og snjórinn bráðnaði óðum. Allan veturinn var fénu beitt í haga þegar færi var og einhverjir hnottar voru upp úr til að naga. Þá var hleypt út úr húsum eftir morgungjöf og ærnar skiluðu sér svo heim aftur er kvölda tók og rökkvaði. En svo hillti undir blessað vorið og rollurnar urðu helteknar af útrásarfiðringi, stefndu til heiðar og hættu að skila sér heim að degi loknum, heldur lögðust niður þar sem þær voru komnar og héldu svo lengra fram í frelsið og víðáttuna hinn næsta dag. En í heiðinni voru ótal hættur sem þessi sauðarhöfuð lærðu aldrei að varast. Ár Svava og Lárus við slátt á óræktarskika. Nesáin hjalar við bakkann. Eigandi myndar: Sigrún Lárusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.