Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 63

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 63
HREYSTIVERK Á HOLTAVÖRÐUHEIÐI 63 greiðamaður mesti og neitaði engum ef hann var beðinn að taka með pinkil suður. Grind var á þaki bílsins, ekki vönduð og illa fest. Mansi hafði hlaðið talsverðu á toppinn, m.a. var þar kjöt af hálfu folaldi, rjúpur og hangikjöt sem átti að færa kunningjum og vinafólki í Reykjavík. Leifur kom strax auga á að varadekk vantaði og hafði orð á. Mansi taldi það í lagi, þeir þyrftu ekkert varadekk. En Leifur var ekki sáttur, sótti dekk undan jeppa sínum og skrúfaði á varadekksfestinguna aftan á bílnum „sem betur fór“, sagði Leifur þegar hann rifjaði síðar upp þessa ferð. Mansi lét gott heita og síðan var ekið úr hlaði Stansað var á Sauðárkróki. Þar bættist enn við farangurinn og hleðslan jókst á toppgrindinni. Taldi Mansi síðar við yfirheyrslu að þar hefði verið a.m.k. 100 kílóa farmur. Þetta leist Leifi ekkert á. Jóhannes Hansen flutningabílstjóri var þá að fara suður áætlunarferð og Leifur sagði við Mansa að bíllinn þyldi ekki þessa hleðslu, bað hann blessaðan að setja kjötið á bílinn hjá Jóa, hann skyldi borga undir flutninginn. Mansi vildi það ekki og svo lögðu þeir af stað. Allt gengur samkvæmt áætlun og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en kemur í Staðarskála. Þar er stansað og þeir taka sér hressingu. Eins og fram hefur komið var Gísli stórvaxinn maður og hafði fram til þessa „húkt í keng í framsætinu“ eins og hann orðaði það. Er þeir koma út eftir stansinn segir Gísli við Leif: ,,Greyið lofaðu mér að vera pínu afturí svo að ég geti rétt úr löppunum.“ Leifur samþykkti þetta óðara og Gísli fór afturí, skorðaður milli ullarpoka og gat teygt fæturna fram á milli sætanna. Leifi var það minnisstætt að hann hefði bókstaflega hlaðið farangri kringum Gísla, m.a. voru þar pokar með ullarlyppum sem væntanlega voru efst á staflanum og héldu mjúklega að Gísla. Svo er allt tilbúið og ekið af stað. Á Holtavörðuheiði var hiti rétt undir frostmarki. Hafði snjóað í logni og gert 2–3 tommu þykkt föl sem þjappaðist á veginn undan umferðinni og olli hálku. Bíllinn var keðjulaus en Mansi ók gætilega og allt gekk slysalaust yfir heiðina. Löng brekka er niður af heiðinni sunnan megin og neðarlega í Heiðarsporðinum var brú yfir Norðurána, um 170 metrum ofar en núverandi brú. Þar var víð beygja að brúnni en brekkuhallinn orðinn mjög lítill. Líklegt er að brekkan niður af heiðinni hafi aukið hraða bílsins meira en hæfilegt var í hálkunni. Mansi taldi sjálfur að bíllinn hefði verið á 30–40 km hraða er hann kom að beygjunni, en Halldór Þorleifur á Miklabæ. Ljósmyndasafn HSk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.