Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 81

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 81
BROT ÚR ÆVI 81 um vorið og sumarið. Um haustið hélt ég aftur til Reykjavíkur og bjó í sama húsinu og fyrr. Ég hafði nú ekki úr að spila nema sumarkaupinu sem í þá daga var ekki stór fúlga því að kaup um vikuna var að mig minnir 20 krónur, svo hafði ég líka það sem ég átti hjá öðrum útistandandi og ég hef áður minnst á. Verð á öllum lífsnauðsynjum hafði stórhækkað og fór alltaf hækkandi þennan vetur [1916–17]. Við þetta bættist að ég komst ekki hjá því að fá mér ný föt. Ég varð því strax um haustið að spara allt sem mögulegt var, mat hvað þá annað. Nú keypti ég mér aldrei heita og góða máltíð, hitaði ekki upp hjá mér nema þegar var sem allra kaldast, fór aldrei í leikhús eða kvikmyndahús, efnin leyfðu ekki slíkt. Oft fann ég til þess að ég var svangur, en það varð að hafa það. Ég kvartaði aldrei við neinn og ég held að ekkert af bekkjarsystkinum mínum hafi vitað hvað fátækur ég var í raun og veru, nema hafi það verið ein stúlka sem lánaði mér einu sinni sjö krónur, en sú saga er til þess. Það var einn dag síðla vetrar að skólastjóri er í tíma með okkur. Í lok kennslustundar segir hann okkur að daginn eftir verði frídagur hjá okkur, hann ætli með okkur suður að Bessastöðum og sýna okkur staðinn. Auðvitað varð almennur fögnuður í bekknum og allir hlökkuðu til fararinnar. Þetta vakti þó ekki mikinn fögnuð hjá mér því ég vissi sem var að þetta kostaði ofurlítil útgjöld, en jafnvel hin minnstu útgjöld fram yfir daglegar þarfir eru peningasnauðum manni ofraun. Ég fór heim til mín og hugsaði málið. Mig langaði til að fara, en mig vantaði aura. Í þessu bili kom ein bekkjarsystir mín heim til mín. Auðvitað spurði hún mig eftir hvort ég ætlaði ekki. Ég spurði hana hvort hún gæti lánað mér sjö krónur til ferðarinnar, það var áætlað að ferðin mundi kosta það, því ég hefði ekki handbæra peninga sem stæði. Já, hún hélt nú það og þó meira hefði verið. Vigdís hét hún þessi elskulega stúlka, Björnsdóttir, og hefur verið kennari í Húnavatnssýslu. Hraun í Fljótum á 5. áratugi 20. aldar. Í forgrunni er víkin Hrúthúsabót í Mikla- vatni. Íbúðarhúsið gamla frá árinu 1874 er til hægri ofarlega á mynd. Vinstra megin sjást fjárhús þar sem hjáleigan Hrúthús var áður og torfkofar þar sunnar. Ofar til vinstri sér til fjárhúsa. Fjallið fyrir ofan kallast Hraunahausar. Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.