Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 107

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 107
107 SIGRÚN LÁRUSDÓTTIR BÚSKAPARHÆTTIR Í EFRA-NESI Á SKAGA 1955–1967 MÍNAR FYRSTU bernskuminningar eru frá Mallandi, en flestar tengjast þær vorinu er flutt var í Efra-Nes og öllu því umstangi er að því laut. Ekki var nú aðkoman að nýja heimilinu kræsileg, útihúsin flest gapandi tóftir og torfþekjan á vesturhlið bæjarins fallin inn svo manngengt var um gatið. Mér er minnisstætt að köttunum var stungið í strigapoka og bundið fyrir í flutningunum. Þegar þeim var sleppt lausum þá skutust þeir inn um gáttina á þekjunni og voru horfnir í sama mund og sáust ekki meira þann daginn. Fljótlega var farið að dytta að húsum, en inn í bæinn var flutt samdægurs eins og hann var, en ekki þættu þau húsakynni mönnum bjóðandi nú og voru það raunar ekki á þeim tíma heldur. Er fram liðu stundir var búið að lagfæra stærstu ágalla þessa gamla bæjar og byggja við hann skúr úr asbesti sem var svefnhús heimilisfólksins, þriggja fullorðinna og eins barns. Aldrei tókst þó að berja í alla brestina á húsnæðinu. Bærinn var kaldur hjallur og að reyna að kynda hann vel upp var eins og að ætla sér að halda yl á Útskaganum inn að Björgum. Torf- þakið hriplak ef dropi kom úr lofti og voru sífelld hlaup með fötur og dalla undir lekann svo hann ylli ekki stórum skaða. Skásta viðgerðarefnið í götin á þekjunni var kúamykja, ásamt torfi, en SIGRÚN ER er fædd 25. febrúar 1951 á Fossi á Skaga, dóttir Lárusar Björnssonar frá Keldulandi á Skaga og Svövu Steinsdóttur frá Hrauni, sem bjuggu í Neðra-Nesi á Skaga 1967–1994 og voru kennd við þann stað. Áður höfðu þau búið 12 ár í Efra-Nesi. Þegar Sigrún kom í heiminn bjuggu foreldrar hennar á Syðra-Mallandi en ástæða þess að hún fæddist á Fossi var að þar átti heima ljósmóðirin, Sigríður Ásgeirsdóttir. Fáum dögum eftir fæðinguna voru þær mæðgur fluttar á hestasleða út í Malland. Þegar fjölskyldan fluttist frá Mallandi í Efra-Nes vorið 1955 var með þeim gamall maður, Jón Jónsson sem kenndur var við Lágmúla, hafði komið til þeirra í Malland 1952 og átti hjá þeim heimili til æviloka 1957. Jörðin hafði staðið í eyði um fjögurra ára skeið og bar þess ýmis merki. Rosknir menn, sem gjörla þekktu búskaparlag á Skaga, mundu að í Efra-Nesi tíðkaðist fornt vinnulag lengur en víðast hvar á Skaga og þó víðar væri skyggnst. Þátturinn er uppistaða í erindi sem höfundur hélt á ættarmóti. Fellt var niður úr handriti það sem tilheyrði flutningi talaðs máls, en á ekki heima í prentsniði greinarinnar. Ritstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.