Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 188

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 188
SKAGFIRÐINGABÓK 188 töfrasýn hið ytra. Stundirnar liðu hver af annarri og umhverfið breytti stöðugt um svip þegar máninn gekk meira til suðurs og lýsti allt öðruvísi upp kringum mig en áður. Klukkan varð 10, 11 og ekkert bólaði á lágfótu. Skyldi þessi fagra nótt ætla að bregðast mér? Klukkan var nú orðin 12. Ég fór að verða daufur í dálkinn. Mér heyrðist niður árinnar vera að verða svefnlegur og allt drungalegra en áður. Ég hálfdottaði annað slagið. Ég fékk mér kaffisopa og hresstist. Byssa mín lá við hlið mína. Hlaupið lá út í skotgatið og hvíldi á ullarþófa svo það frysi ekki við snjóinn. Upp í hlaupið fremst hafði ég stungið bréfkúlu, því annars myndi golan ef einhver yrði nota það sem blásturshljóðfæri, en melrakkinn er ekkert hrifinn af þeirri tónlist, það hef ég reynt. Klukkan 1:30 gægðist ég út í skotgatið og leit upp með ánni, því þaðan átti ég helst dýra von. Loksins! Þarna kom dökkt dýr skokk- andi niður eftir og þræddi skörina. Ég tók byssuna og spennti hana hljóðlaust. Eftir andartak hlyti dýrið að sjást enn betur. Þarna kom það! Ég smeygði byssuhlaupinu út. Nú var auðvelt að miða og hlið dýrsins sneri við mér. Dýrið nam staðar, augnablik, fáa metra frá agninu. Og skotið reið af. Ég hraðaði mér í bússurnar, tróð höfðinu út í gægjugatið og losaði snjó- hnausinn sem áður um getur og færði hann til hliðar. Hann hafði frosið og var nú þéttur og traustur. Svo gekk ég niður að ánni og óð yfir hana og seildist til lágfótu sem lá á skörinni. Þetta var kvendýr, falleg og hárprúð læða. Ég hraðaði mér upp að húsinu, skreið inn í það og felldi hnausinn í sömu skorður, þétti samskeytin með snjó innan frá og bjó um mig að nýju. Ég var vígreifur og hress. En mér hafði kólnað við þetta umstang. Hvað gerði það til! Sopi af heitu kaffi kom mér í sólskinsskap. Ég gekk frá byssunni sem áður og beið. Ég átti fastlega von á öðrum ref. Klukkan rúmlega 3 kom annað dýr ofan hlíðina andspænis mér. Það fór hratt og kom í beina stefnu á agnið. Það staðnæmdist nokkru ofar og mér sýndist eitthvert hik koma á ferð þess. Byssan var spennt svo ég vildi ekkert eiga á hættu, en hleypti af. Rebbi tók viðbragð, eitt til tvö stökk áleiðis til árinnar og datt svo niður og hreyfðist ekki. Þetta var einnig læða, gullfallegt dýr, grásilfruð og afburða vel hærð. Enginn nema sá er það hefur reynt fær lýst tilfinningum veiðimanns er þannig hefur veiðst. Enn hafði ég góða von um að fleiri dýr kynnu að ganga að agninu þessa ógleymanlegu vetrarnótt; og svo hefur eflaust orðið, en nokkru eftir að ég hafði skotið seinna dýrið byrjaði nöpur vestankylja að blása snjókornum inn til mín í húsið. Ég vonaði að ekki myndi verða neitt úr þessu, en eftir stutta stund var kominn mikill skafrenningur. Ég varð að fara. Ég tók saman dót mitt og fór heim glaður og þakklátur fyrir þessa ævintýranótt sem ég mun aldrei gleyma. Hressandi var að drekka morgunkaffið á Hóli. Ég var sem nýr maður og fann hvorki til svefns né þreytu þegar ég fór að kenna. Ég sagði krökkunum frá liðinni nóttu og þau teyguðu hvert orð með engu minni velþóknun en ég morgunkaffið fyrir stuttri stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.