Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 122

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 122
SKAGFIRÐINGABÓK 122 tíma litið nokkuð til Siglufjarðar með mjólkursölu í huga með tilkomu vegar um Almenninga, Dali og Stráka. Viðbrögð þingmanna OG ÞAR KOM SÖGU að lögð var fram í sameinuðu þingi tillaga til þingsályktunar haustið 1953 um athugun á hentugu vegarstæði milli Siglufjarðar og Skaga- fjarðar. Flutningsmenn voru Einar Ingi- mundarson (1917–1996) og Gunnar Jóhannsson (1895–1971) þingmenn Siglfirðinga og Jón Sigurðsson (1888– 1972) og Steingrímur Steinþórsson (1893–1966) þingmenn Skagfirðinga. Samkvæmt tillögunni átti ríkisstjórnin að láta gera rannsókn fyrir 1. október 1954 á því hvernig Siglufirði yrði komið í varanlegt vegasamband við Skagafjörð. Í greinargerð með tillögunni eru helstu rök fyrir málinu erfitt vegasamband um Siglufjarðarskarð, sem torveldi mjög viðskipti með landbúnaðarvörur er Siglfirðingar kaupi af Skagfirðingum. Og síðan segir í greinargerðinni: „Leiðin um Siglufjarðarskarð er snjóþung mjög, enda liggur vegurinn þar í um 600 metra hæð, sprengdur og grafinn inn í brattar hlíðar og ófærur. Er vegurinn mjög brattur og seinfarinn og veldur miklu sliti á bifreiðum. Til er önnur leið, snjólétt, en ógreiðfær milli Siglufjarðar og Fljóta, út með Siglufirði að vestan, um svo nefnda „Stráka“, Úlfsdali, og síðan inn með Skagafirði yst og austast um svo nefnda Almenninga fyrir utan Hraun í Fljótum. Er það þessi leið fyrst og fremst, sem flutningsmenn þessarar tillögu leggja til að athuguð verði sérstaklega sem hugsanlegt vegarstæði milli Siglufjarðar og Skagafjarðarbyggða. Má í þessu sambandi benda á, að Ólafsfirðingar hafa nýlega hafist handa um lagningu vegar fyrir Ólafsfjarðarmúla, þar sem aðstæður munu að mörgu leyti vera svipaðar og við lagningu vegar út með Siglufirði um „Stráka“. Er síðarnefnda leiðin þó styttri en leiðin fyrir Ólafsfjarðarmúla og vafasamt, hvort hún verði nokkuð ógreiðfærari.“17 Ályktun þessi var samþykkt en ekki tókst að ljúka athugun á vegarstæðinu fyrir 1. október 1954, eins og ætlað var, vegna verkfalls verkfræðinga hjá vegamálaskrifstofunni. Og málinu var haldið vakandi. Einar Ingimundarson og fleiri þingmenn lögðu fram frumvarp á Alþingi 5. nóvember 1954 um að lagður yrði nýr vegur til Siglufjarðar, svonefndur Ytri-Siglufjarðarvegur, frá Siglufirði fyrir Stráka um Úlfsdali og Almenninga að Hraunum í Fljótum.18 Athuganir á vegarstæðum árið 1955 Í SKÝRSLU sem nefnist Siglufjarðarvegur ytri um Stráka, er gerð grein fyrir athugun á vegstæði frá Siglufirði fyrir enda Strákafjalls og inn að Heljartröð. Athugun þessa vann Snæbjörn Jónasson verkfræðingur dagana 5. til 9. september 1955. Aðstoðarmenn hans voru þeir Friðgeir Árnason verkstjóri og Sigurður Jakobsson (1901–1980) fyrrum bóndi á Dalabæ, sem var manna kunnugastur á þessum slóðum. Skýrsluna undirritar Snæbjörn 16. september 1955. Skoðun þessa hófu þeir á Siglufirði og fóru á bát fyrir Stráka. Þar hugsuðu þeir sér að vegurinn yrði í rúmlega 100 metra hæð yfir sjó sprengdur inn í klettinn ofan við neðsta standbergið. Eftir að kom inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.