Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 45

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 45
KAUPMANNSHJÓNIN Á SAUÐÁRKRÓKI 45 Haraldur, en einnig fékk hann konur til þess að prjóna fyrir sig sokkaplögg og sjóvettlinga sem hann seldi í versluninni. Guðrún Árnadóttir (Guðrún frá Lundi) og Halldóra Friðbjarnardóttir voru þar mikilvirkar og stundum fór Guðrún heim með hvítan umbúðapappír í innkaupatösku sinni. Enginn vissi þá að hún notaði pappírinn til þess að skrifa á hann skáldsögur. Haraldur hafði reyndar orð á því að Eyfirðingar hefðu prjónað miklu meira en Skagfirðingar til þess að leggja inn í verslanir og lækka þannig skuldir, helst að greiða þær upp fyrir áramót. Þegar Sauðárkrókskirkja fékk húsnæði Gamlaspítala og breytti honum í safnaðarheimili færði Haraldur kirkjunni sjóð Heimilisiðnaðarfélagsins að gjöf. Félagið hafði þá lengi legið í dvala, en Haraldur fékk samþykki þeirra félagsmanna sem enn voru á lífi til þessarar ráðstöfunar (frásögn sr. Þóris Stephensen). Þrátt fyrir margvíslegt annríki gaf Haraldur sér tóm til þess að sinna öðrum málum. Hann hafði mikinn áhuga á atvinnumálum staðarins og árið 1921 stofnaði hann ásamt fleirum Mótorfélagið Garðar sem um hríð gerði út samnefndan bát og verkaði aflann. Með honum í púkki voru Snæbjörn Sig- urgeirsson bakari og Steindór Jónsson smiður. Auk þeirra áttu Nikódemus Jónsson og Páll Jónsson smiður hlut í Garðari sem var fimm tonna bátur, keyptur frá Ólafsvík. Árið 1922 keypti hann bát við annan mann, „þá var stundum rótfiskirí á firðinum og aflinn saltaður.“ Hlut sinn seldi Haraldur eftir nokkur ár. En 1924 hófu hann, Steindór og Snæbjörn að kaupa fisk og salta. Þeir keyptu skúr Höepfnersverslunar við Selvík á Skaga og fluttu á mölina fyrir neðan Michelsenshús og söltuðu þar. Þessi starfsemi gekk fram undir 1940, en þó brösótt í kreppunni og eftir hana. Þá var Garðar seldur öðru félagi sem Haraldur átti hlut í, en meðal annarra hluthafa var mágur hans, Magnús Bjarnason. Þeir héldu bátnum úti til stríðsloka. Árið 1944 var Útgerðarfélag Sauðárkróks stofnað og var Haraldur þar meðal brautryðjenda og formaður félagsins. Félagið eignaðist bát ári síðar, mb. Sæmund sem var 50 tonna nýsköpunarbátur, SK 1. Árið 1947 kom síðan mb. Eiríkur, SK 2. Báðir þessir bátar stunduðu m.a. síldveiðar. En rekstrarumhverfið var óhagstætt, síldarleysisár og hærri rekstrarkostnaður með svo stórum bátum. Smám saman hallaði undan fæti vegna óhappa og aflatregðu. „Þegar svo var komið, dvínaði áhugi margra, en það var ekki háttur Haralds að hlaupast frá erfiðleikunum. Hann vann félaginu, meðan stætt var, og það urðu honum mikil vonbrigði, þegar bátarnir voru seldir burtu, og verkalýð á staðnum varð sala sú mikið áfall,“ segir Kári Jónsson. Í gögnum frá Haraldi eru allmörg bréf og efnismikil sem sýna brennandi áhuga hans á rekstri útgerðarfélagsins; drjúgur tími hefur farið í bréfaskriftirnar þó ekki sé annað talið. Hann er á höttunum eftir bátum til leigu og leitar allra ráða til að halda rekstrinum gangandi, en kom þó fyrir ekki. Í dánarbúi hans eru hlutabréf í útgerðarfélaginu skráð á einstaklinga sem allir fluttu úr bænum. Líklega hefur Haraldur keypt hlut þeirra til þess að létta undir með þeim. Samkvæmt sömu gögnum er jafnframt ljóst að ekki greiddu allir þann hlut sem þeir höfðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.