Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 77
BROT ÚR ÆVI
77
Fóstri minn sendi mér sextíu krónur
seint um veturinn. Kvað hann það
vera kaup mitt síðasta árið sem ég var
heima. Aldrei fór ég á skemmtun, mér
hundleiddist og tók lítinn þátt í glensi
og gamni heimavistarpilta. Ég fann strax
og skóli byrjaði hve hörmulega ég var illa
undir skóla búinn, miklu verr en allir
aðrir sambekkingar mínir. Ég kunni ekki
við lífið í skólanum. Ég var dauðfeiminn
við skólastjóra og gat aldrei fundið hjá
mér neina hlýju til hans. Eina ljósskíman
þennan vetur í lífi mínu var sú að ég sótti
mig töluvert síðari hluta vetrar og stóð
mig sæmilega við próf um vorið, eftir því
sem efni stóðu til. Þegar prófi var lokið
fór ég til Páls og var á skipi hans [þar] til
12 vikur [voru liðnar] af sumri. Vertíðin
gekk heldur illa, en þó aflaði ég það mikið
að ég gat borgað skuld mína, en lítill varð
afgangur.
Frá Akureyri fór ég til Siglufjarðar.
Réðist þar á skip sem Ásgeir Pétursson
hinn ötuli útgerðarmaður átti. Vel líkaði
mér við Ásgeir og bað hann að vera mér
hjálplegan með peninga til næsta vetrar,
sagði hann það velkomið og skyldi ég leita
til sín þegar ég þyrfti. Ég var því mjög
ánægður og hugði gott til næsta vetrar, en
það fór nú samt svo að ég fór aldrei aftur
í gagnfræðaskóla. Ég var á vegum Ásgeirs,
eins og áður er sagt, fram á haust, en þegar
ég hætti þar fór ég heim til átthaga minna
og ætlaði að dvelja þar þangað til ég færi
í skólann. En viku áður en lagt skyldi af
stað í skóla veiktist ég og lá alllengi. Þegar
ég hafði náð mér eftir leguna var komið
fram á vetur og ferðir til Akureyrar alls
engar. Það var ekki þá eins og nú þar sem
segja má að hægt sé að komast þangað
dags daglega. Nei, þá voru engar ferðir
þar á milli fyrr en fór að líða á veturinn.
Einnig hafði gengið talsvert á peningaeign
mína vegna legukostnaðar svo ég sá enga
Hús Menntaskólans á Akureyri. Einkaeign.