Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 23

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 23
KAUPMANNSHJÓNIN Á SAUÐÁRKRÓKI 23 suður í líkhús við Gamlaspítala. Hún var í kvenfélaginu og lagði þar málum lið, bæði með vinnu og fjármunum. „Málskrafskona var hún engin,“ sagði sr. Gunnar Gíslason í útfararræðu, „en hún hélt á hugðarefnum sínum af meðlaginni háttprýði og hógværð en þó með festu, og á tillögur hennar var alla jafna hlustað, enda fundu þær það, konurnar allar, að þær voru fram bornar af góðum hug og góðum málefnum til framdráttar og styrktar.“ Guðrún tók einnig þátt í störfum félags sjálfstæðiskvenna á Króknum og var einn stofnfélaga þess. Milli hennar og Magnúsar bróður hennar var einkar kært alla tíð. Magnús „reyndist systur sinni og heimili hennar fádæma vel og ber vott um einstakan manndóm og drenglyndi,“ segir Kári Jónsson. Guðrún átti orgel eins og áður sagði og spilaði á það, einkum þegar búðin var lokuð því að hljóðbært var í húsinu og hún vildi ekki trufla búðarfólkið. Hún spilaði minna seinni árin og ekkert undir ævilokin. Hún meiddist á hægri hendi, skar sig við sláturgerð og fékk blóðeitrun í sárið sem olli því að höndin varð henni stirðari á nótnaborðinu. Hún hélt hins vegar sinni fallegu söngrödd fram eftir aldri og raulaði oft lög við vinnu sína. Einhvern tíma á stríðsárunum var þeim Haraldi boðið í fína veislu á Hótel Tindastóli hjá hernum. Mikið stóð til og Marlene Dietrich söng fyrir soldátana og gestina. Maturinn var góður, sagði Guðrún, „en hún söng ekkert sérstaklega vel.“ Í Skagafirði voru menn góðu vanir þegar söngur var annars vegar. Enda var þetta ekki Marlene Dietrich eftir því sem Friðþór Eydal segir í bók sinni Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra, 2015. Söngkonan kom hér við í september 1944 á leið frá Grænlandi til Evrópu og söng fyrir hermenn í Keflavík og Reykjavík. Þetta haust voru nær allir hermenn farnir frá Norðurlandi. Hitt er annað mál að leik- og söngkonur sem skemmtu hermönnum komu oft fram í gervi sem líktist Marlene Dietrich og þær sungu lögin hennar; léku t.d. ákveðin atriði úr kvikmyndum hennar til þess að koma áheyrendum betur á sporið (bls. 79). Hermenn komu oft í búðina til Haraldar og hann gat sprokað við þá. Enskur hermaður kom nokkuð reglulega í búðina, Charles að nafni, Sjarles eins og hann var kallaður. Hann kom ekki til að versla, heldur til að fá að vélrita bréf á forláta þýska ritvél sem Haraldur átti og var af Mercedes gerð. Hún var lengi til í búðinni og stundum notuð, einkum við skriftir jólakorta. Charles fékk að vera í friði á kontórnum, en fór ekki til síns heima fyrr en Guðrún hafði gefið honum kaffi og kökur. Guðrún var í saumaklúbbi með vinkonum sínum og segja má að klúbb- arnir hafi verið tveir, eldri og yngri, sbr. myndir bls. 29. Þessar konur voru vinkonur hennar og sérstök vinátta ríkti milli hennar og Stefaníu Arnórsdóttur, konu Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns. Guðrún átti margar góðar vinkonur syðra eftir dvöl sína þar og skrapp suður, kannski einu sinni á ári til þess að hitta þær, en stundum skaust einhver þeirra norður til þess að rækta vináttuna og hún var traust. „Afi og amma voru ákaflega umtalsfróm,“ segir Einar Kristinn „og mig rekur ekki minni til að þau hafi hallmælt nokkrum manni. Sjálfum varð mér það einu sinni á að segja um gamla konu að hún væri ljót. „Nei, Einar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.