Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 186

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 186
SKAGFIRÐINGABÓK 186 lengur að glíma við hræ sem ekki eru ofanjarðar. Þá er agnið einnig torsóttara hröfnum, sem oft eru aðgangsharðir, ef mestur hluti þess er niðri í vatni. Einnig hef ég borið út hrossakjöt, fugla- og jafnvel hnísukjöt. Getur allt þetta reynst nothæft. Fyrstu veturna eftir að ég reyndi þetta lá ég oftast í snjóhúsum. Hilltist ég þá til að grafa þau inn í stórar skaflahengjur. Mér gafst þetta oft vel, en snjóhús eru köld og lykt finna refir betur þaðan en frá jarðhúsum, því ekki getur maður byrgt sig inni í snjóhúsum af því að snjórinn í skotauganu frýs ef frost er eða það sem augað er byrgt með verður samfrosta við snjóinn umhverfis. Verður því að hafa skotaugað opið, en það eykur bæði kulda og dýrin finna lykt af manni ef nokkur gola er. Þó hef ég skotið 10 refi í tómstundum mínum á einum vetri úr snjóhúsi. Oft er gaman að liggja fyrir tæfu að vetri til á heiðbjörtum nóttum þegar tunglskin er. Og skal ég segja hér eina sögu til gamans. Eitt sinn hafði ég borið út kindarskrokk við Gauksstaðaá í Skefilsstaðahreppi. Áin rennur frá suðri til norðurs á þeim stað sem agnið var. Hafði ég það á vesturbakka árinnar og að nokkru leyti niður í ánni. Snjóhús hafði ég grafið í hengju austan- vert árinnar, andspænis agninu. Áin var auð í miðjunni og taldi ég það kost, því þá voru minni líkur til að lágfóta gengi um þeim megin sem snjóhúsið var. Ég forðaðist að koma vestur fyrir ána er ég gætti að agninu, því það er óþarfi að sýna tæfu að verið sé að hnýsast í æti hennar. Eftir nokkurn tíma byrjuðu refir að éta ætið og virtist mér að vera mundi fleiri en einn að verki. Ég beið nú góðs veðurs og fékk ég ósk mína uppfyllta von bráðar. Ég fór nú af stað með föggur mínar, en þær voru: gæruskinn að sitja á, gærupoki til þess að smeygja fótum í, náði hann upp fyrir hné. Þá hafði ég og strigapoka til að hlúa að mér, kaffi á hitabrúsa og byssuna. Mér fylgdi maður af næsta bæ sem byrgði mig inni. Eftir að ég hafði skriðið inn í húsið og búist þar um stakk hann stórt snjóstykki og fyllti það alveg út í opið sem ég skreið inn um. Tróð ég svo snjó í allar rifur innan frá, gjörði svo dálítið gat á miðju snjóhnaussins svo ég sá til agnsins og nokkuð kringum það, einnig upp til hlíðarinnar vestan við ána. Eftir það fór fylgdarmaður minn heim, en ég reri í sæti mínu og beið. Eftir klukkutíma fór að bregða birtu. Mér hefur virst að dýr gangi oft að agni Gunnar Einarsson á Bergskála, ungur mað- ur og heilskyggn. Einkaeign.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.