Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 85

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Blaðsíða 85
SAGNIR ÚR FLJÓTUM 85 sem von var, og komst hún nauðuglega í bæinn og sagði tíðindi. Gengu karlar út þegar og báru bónda heim. Var hann lagður til og skömmu síðar jarðsettur að Knappsstöðum, en Guðrún húsfreyja lagðist í rekkju af sorg og lá lengi vetrar, en batnaði þó er á leið. [Guðmundur í Tungu dó 24. 10. 1808, aðeins 28 ára gamall og var margt um dauða hans rætt. Börn þeirra Guðrúnar og Guðmundar voru þrjú, öll ung.] Eftir að Guðmundur bóndi var jarð- settur tók að bera á reimleika í Tungu og þótti hann ganga mjög aftur. Urðu svo mikil brögð að þessu að varla þótti við vært, og gekk svo fram um hríð, að hann gjörði bæði mönnum og skepnum ýmsar skráveifur. Vinnumaður var í Tungu sá er Jón hét og var Guðmundsson. Kona hans hét Ingibjörg. Tók hún til handa kúnum. Það var eitt sinn um veturinn að Ingibjörg var að taka hey í fjóstóftinni en Ingiríður var í eldhúsi, en hún var skyggn. Þóttist þá Ingiríður verða þess vör að Ingibjörg mundi hjálpar þurfi í tóftinni og gekk hún til baðstofu og skipaði Jóni Guðmundssyni með harðri hendi að fara í tóftina og vitja um Ingibjörgu. Gjörði Jón það þegar og var hún þá mjög nauðuglega haldin af völdum Guðmundar. Öðru sinni var það, að þær Ingiríður og Ingibjörg voru í fjósi við mjaltir. Gerði þá Guðmundur þeim glettur nokkrar og að lokum hafði hann nær kyrkt eina kúna að þeim ásjáandi, en þá kvað Ingiríður hann skyldi heldur fást við sig herjans sonurinn og náði hún í tungu kýrinnar og gat bjargað henni, en afturganga Guðmundar þorði aldrei að Ingiríði. Þótti nú gjörast svo óvært í Tungu af reimleik þessum, að fólk fékkst varla til að sinna þar gegningum og var það ráð tekið að stálgaddar voru reknir niður í leiði Guðmundar bónda, en slíkt þótti hið mesta þjóðráð í þá daga við afturgöngur, enda brá svo við að eftir það bar eigi á glettingum hans. Guðrún húsfreyja bjó áfram búi sínu í Tungu og ólust upp hjá henni þrjú börn þeirra Guðmundar. Guðrúnar, ekkju Guðmundar, fékk síðar (2. nóvember 1809) Halldór Jónsson prests að Barði, Jónssonar, og Guðrúnar Pétursdóttur konu hans, en Halldór var bróðir Guðlaugar konu Sveins elsta bónda að Efra-Haganesi. Þau Sveinn og Guðlaug voru ömmuforeldrar Sveins [Sveinssonar yngsta] bónda í Haganesi, Guðlaugar [í Arnarnesi] og Ingibjargar á Hjalteyri við Eyjafjörð, sem enn eru á lífi. Halldór þessi var skapharður og hröslumenni. Barði hann hjú sín og var við þau hinn harðasti; þótti því skipta mjög um og eigi til hins betra, er hann tók við búsforráðum í Tungu. Var þá Guðvarður afi Guðrúnar enn á lífi og er það í frásögur fært að Halldór rak hann í hinn enda baðstofunnar og lét hann lifa þar við krappan kost og illt atlæti. Hafði þó Guðvarður áður verið hinn merkasti bóndi og efnaður vel. Ingiríður sú er fyrr var nefnd, var enn vinnukona í Tungu þegar Halldór tók þar við búsforráðum og hafði hún það verk á hendi að smala ánum og mjalta þær, en fé var margt í Tungu og fénaðarferð þar örðug. Var það jafnan siður hennar, að hún bar mjaltaföturnar með sér á stöðul þegar hún fór að smala. Þótti Halldóri hún vera lengi og var hinn reiðasti og passaði upp á er hún kom á stöðulinn, en hún var það fljótari en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.