Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 9
1
RflÐUNRUTHFUNDUR 1999
Nytjaland. Landupplýsingavefur landbúnaðarins
Ólafur Arnalds
Rannsóknastofnun landbúnaöarins
INNGANGUR
Síðast var gerð almenn jarðabók fyrir Island allt á dögum Áma Magnússonar og Páls Vídalín,
fyrir nær 300 árum. Á meðan hina íslensku þjóð skorti brýnustu nauðsynjar var eigi að síður
talin nauðsyn á slíkum upplýsingum. Telja verður tímabært að gera betur en forfeðumir og
hefja gerð nýrrar jarðabókar. Tækni nútímans gerir vinnu af þessu tagi tiltölulega fljótlega og
ódýra.
Nýlega var ákveðið að ráðast í gerð jarðabókar fyrir landið allt. Verkefnið er á byrjunar-
reit, en stefnt er að því að ljúka því á 10 árum. Að verkinu munu standa Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, Landgræðsla ríkisins, Bændasamtök íslands og Skógrækt ríkisins. Auk þess
verður leitast við að hafa sem mesta samvinnu við aðra aðila er vinna með landupplýsingar,
s.s. Landmælingar Islands, Náttúrufræðistofnun og Skipulagsstofnun. Nokkur meginatriði em
höfð að leiðarljósi, svo sem að öll gögnin verða á myndrænum grunni, að þau verði almanna-
eign og aðgengileg öllum.
Vissulega eru nú þegar til margháttaðar upplýsingar um landbúnaðarhémð, m.a. hjá BÍ,
Lr, Rala, Landmælingum Islands og Náttúmfræðistofnun. Þær upplýsingar verða nýttar til
hins ýtrasta við framkvæmd verkefnisins. Lokamarkmiðið er að mynda samræmdan gagna-
grunn, Nytjaland, landupplýsingavef landbúnaðarins.
ÞÖRF FYRIR JARÐAKORT
Skortur á landfræðilegum upplýsingum fyrir bújarðir og landbúnaðarhémð torveldar mjög
skipulag landnýtingar. Þessi þörf endurspeglast m.a. í eftirtöldum atriðum:
• Landstærð. Mjög víða vantar upplýsingar um stærðir jarða, svo sem heildarstærð,
túnastærð, lengd girðinga o.fl.
• Skipulag landnýtingar. Gmnnur að skipulagi landnýtingar byggist á að stærðir helstu
landeininga séu þekktar, ennfremur að auðvelt sé að fá upplýsingar um girðingar og
forsendur fyrir ný girðingarstæði.
• Landgræðsluverkefni. Skipulag Iandgræðslu þarf oftast að fara ffam á gmnni land-
upplýsinga. Mikilvægt er að þeklcja stærð uppgræðslusvæða, landgerðir, ástand
landsins og þá ekki síst til þess að geta metið árangurinn. Uppgræðslustarf færist sí-
fellt meira til bænda. sbr. verkefnið ,.Bœndur græða landið“, en æ ríkari kröfur em
gerðar um góðar landgræðsluáætlanir og að hægt sé að meta árangurinn.
• Skógræktaráætlanir byggjast á traustum upplýsingum um landið, en mjög kostnaðar-
sarnt hefur verið að búa til gmnn fyrir slíkar áætlanir.
• Landamerki. Brýn þörf er á samræmdri söfnun og geymslu á upplýsingum um landa-
rnerki. Skortur á slikum gögnum er víða tilfmnanlegur.
• Vottun framleiðslu. Vottun lífrænna og vistrænna framleiðsluhátta er háð því að fyrir
liggi upplýsingar um landið sem er nytjað.