Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 13
5
RfteUNflUTflFUNDUR 1999
Landbúnaður, náttúruverðmæti og samfélagsþróun
Stefán Gíslason
Sambandi islenskra sveitarfélaga
INNGANGUR
Landbúnaður hefur margvísleg áhrif á umhverfíð. Töluvert hefur verið fjallað um hluta þess-
ara áhrifa, svo sem áhrif vegna orkunotkunar og leka á næringarefnum, á meðan aðrir þættir
hafa fengið minni athygli. Þar má einkum nefna þau áhrif sem beinlínis tengjast landnotkun-
inni. I þessu erindi er sjónum beint að umhverfisáhrifum af þessu tagi. Bent er á efnahagslegt
gildi lands eða náttúru umfram það sem felst í beinni notkun i atvinnuskyni. Ræddar eru leiðir
til að leggja mat á verðmæti af þessu tagi og bent á samhengi við samfélagsþróun á heims-
vísu. Þessi umfjöllun byggist öðru fremur á hugtakinu „sjálfbær þróun“' og þar með á hug-
myndafræði „Staðardagskrár 21“.1 2
UMHVERFISÁHRIF LANDBÚNAÐAR
I aðalatriðum má flokka umhverfisáhrif landbúnaðar í fjóra meginfloklca; mengun, breytingar
á landi, skerðingu líffræðilegrar fjölbreytni og velferð dýra (Cowell og Clift, 1995). Mengun
frá landbúnaði er fyrst og fremst afleiðing af notkun eldsneytis, áburðar og eiturefna, auk úr-
gangs frá sjálfri starfseminni. Breytingar á landi verða einkum þegar land er sléttað eða ræst
fram. Þessar breytingar hafa síðan í för með sér skerðingu á líffræðilegri fjölbreytni, sem
einnig á sér stað fyrir áhrif áburðar og mengandi efna. Undir þennan flokk falla einnig þær
takmarkanir sem landbúnaður hefur í för með sér á annarri nýtingu landsins sem auðlindar,
svo og rýmun landgæða vegna breyttrar efnasamsetningar jarðvegs og uppblásturs. Með vel-
ferð dýra er einlcum átt við atriði sem tengjast löggjöf um dýravernd og siðferðilegum álita-
málum varðandi stjómun mannsins á öðrum tegundum.
Mismunandi umhverfisáhrif tengjast mismunandi búrekstri, hvort sem þar er átt við mis-
munandi búpening eða ólíkar aðferðir við ræktunina. Sem dæmi má nefna að rannsóknir
benda til mjög mismunandi áhrifa hefðbundins landbúnaðar annars vegar og lífræns landbún-
aðar hins vegar á gæði jarðvegs (Tilman 1998, Stefán Gíslason,1998).
LANDNOTKUN OG LANDGÆÐI
Þegar land er tekið til notlcunar, hvort sem það er í þágu landbúnaðar eða annarrar starfsemi,
er í mörgum tilvikum verið að breyta ásýnd þess og eiginleikum með óafturkræfum hætti.
Slílcar breytingar ganga í eðli sínu gegn marlcmiðinu um sjálfbæra þróun, þ.e.a.s. því mark-
miði að núverandi kynslóð skili umhverfinu til komandi lcynslóða í svipuðu ástandi og það
var í á tíma núverandi kynslóðar. Rétturinn til breytinga af þessu tagi hefur fram til þessa að
1 „Sjálfbœrþróun“ er skilgreind sem þróun sem gerir okkur kleift að fullnægja þörfum okkar án þess að stefna
í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. (Sjá: World Commission on Environment
and Development. “OurCommon Future”. Oxford University Press, 1987).
2 „Stadardagskrá 21" (Local Agenda 21) er áætlun um þróun staðbundinna samfélaga fram á næstu öld í
samræmi við 28. kafla Agenda 21, ályktunar heimsþings Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó
1992. Áætlunin felur í sér forskrift að sjálfbærri þróun, þar sem tekið er til vistfræðilegra, efnahagslegra og
félagslegra þátta í heildarsamhengi.