Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 14
6
miklu leyti verið byggður á eigna- eða umráðarétti, þannig að sá sem ráðist hefur í breyting-
arnar hefur ekki þurft að leita samþykkis annarra, ef frá eru talin skipulagsyfirvöld í við-
komandi sveitarfélagi þegar slíkt á við. Samfélagsþróun síðustu ára hefur breytt viðhorfum
manna hvað þetta varðar. Sú breyting stafar m.a. af þeirri þróun á alþjóðlegum vettvangi að
sífellt stærri hlutar lands eru aðlagaðir athöfnum mannsins, þannig að sífellt minni hluti getur
talist náttúrulegur eða ósnortinn. I Evrópu hefur þetta skapað vaxandi áhuga á að varðveita
þau svæði sem enn eru ósnert, í þeim tilgangi að vernda búsvæði lífvera og tryggja að fólk
hafi aðgang að eða vitneskju um náttúru sem telja má ósnortna. I þessu felst nýtt verðmæta-
mat, þar sem gildi náttúrunnar er ekki lengur bundið við þau not sem hafa má af henni í at-
vinnustarfsemi í náinni framtíð.
Fram til þessa hefur þessi hluti af verðmæti náttúrunnar, þ.e. sá hluti sem eldd tengist
beinum viðskiptalegum hagsmunum, eltki verið tekinn til greina við útreikning á arðsemi
framkvæmda. Slíkt mat hefur eingöngu byggst á áætlunum um beinan stofnkostnað, s.s. við
rannsóknir, hönnun, framkvæmdina sjálfa, vexti á framkvæmdatíma o.s.frv., og á áætlunum
um tekjur og gjöld af væntanlegum rekstri. Með öðrum orðum er umhverfiskostnaður ekki
tekinn með þegar hagkvæmni er metin, en umhverfiskostnað má skilgreina sem kostnað sam-
félagsins vegna umhverfisáhrifa af framkvæmdum og öðrum athöfnum. Þessi kostnaður
iendir því yfirleitt á öðrum aðilum eða öðrum kynslóðum en þeim sem honum valda.
VERJÐMÆTI NÁTTÚRUNNAR
Samhliða því breytta gildismati sem hér hefur verið lýst hafa menn reynt að skilgreina í
hverju verðmæti náttúrunnar er fólgið og um leið að þróa leiðir til að leggja fjárhagslegt mat á
þetta verðmæti. Hér á eftir er leitast við að varpa ljósi á þessi atriði. Engin ein skilgreining né
ein einstök aðferð er algild hvað þetta varðar og ber því að líta á það sem hér fer á eftir sem
dæmi fremur en tæmandi lýsingu.
í grófum dráttum má skipta heildarverðmæti náttúrufyrirbæra í þrjá meginþætti, eins og
sýnt er á 1. mynd. Þessa þrjá þætti mætti kalla sýnilegt virði, valkostavirði og tilvistarvirði.
Heildarverðmæti tiltekins náttúrufyrirbæris væri þá summa þessara þriggja þátta.
Það sem hér er kallað sýnilegt virði er annars vegar fólgið í beinu notagildi, þ.e.a.s. at-
vinnutekjum sem hafa má af svæðinu ef það er ekki lagt undir landbúnað eða þá aðra notkun
sem fyrirhuguð er. Hér er þá í flestum tilvikum átt við tekjur sem hægt væri að hafa af ferða-
þjónustu á svæðinu. Hins vegar er sýnilega virðið fólgið í óbeinu notagildi, til dæmis þeirri
ánægju sem ferðamenn hafa af því að heimsækja svæðið umfram það sem þeir beinlínis
greiða fyrir.
Það sem hér er nefnt valkostavirði er fólgið í verðmæti þess að eiga kost á því að nýta
svæðið síðar. Þessu má skipta annars vegar í fi-amtídarvirdi, sem er skylt hinu óbeina nota-
gildi, en með framtíðarvirði er átt við óbeint notagildi í framtíðinni, t.d. gildi þess fyrir ferða-
menn framtíðarinnar að hafa aðgang að svæðinu ósnertu. Hins vegar felst valkostavirðið í
gildi svæðisins fyrir afkomendur núverandi kynslóðar, hér nefnt arjleiðsluvirði.
Það sem hér er nefnt tilvistarvirói er fólgið í gildi þess að svæðið skuli yfirleitt vera til í
þeirri mynd sem það er. Verðmæti af þessu tagi er fyrst og fremst huglægt, enn fremur en þeir
þættir sem nefndir eru hér að framan. Þess ber og að geta að einstök svæði hafa ekki endilega
einungis gildi í hugum heimamanna, né heldur einungis í hugum íslendinga, heldur geta þau
skipt íbúa Evrópu nokkru máli eða jafnvel enn víðari hóp fólks. Þetta á sérstaklega við um
svæði sem orðin eru á einhvern hátt sérstök á heimsvísu, s.s. vegna þeirra miklu breytinga
sem maðurinn er þegar búinn að gera á umhverfi sinu víða um lönd.