Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 17
9
stakar atvinnugreinar þurfa að leggja áherslu á til að nálgast marloniðið um sjálfbæra þróun. í
14. kafla er íjallað um landbúnað og byggðaþróun. Þar segir m.a. að um aldamót ættu ríkis-
stjórnir að hafa mótað vandaða stefnu varðandi framleiðslu á matvælum, byggða á þekkingu
og meðvitund um kosti og galla mismunandi valkosta í umhverfislegu tilliti (Keating 1995).
Þar er einnig lögð áhersla á mikilvægi ráðgjafar og þjálfunar í að beita aðferðum í landbúnaði,
sem viðhalda eða auka gæði landsins á sama tíma og stefnt er að aukinni framleiðslu. í þessu
sambandi er m.a. minnst á sáðskipti og skynsamlega notkun næringarefna, s.s. lífræns áburð-
ar. Þá er bent á kosti þess að samnýta þekkingu fyrri kynslóða og tækniþekkingu nútímans.
Til að sinna því hlutverki sem landbúnaðinum er ætlað í samræmi við samþykktina frá
Ríó er nauðsynlegt að gefa gaum að því hvernig unnt er að draga úr neikvæðum áhrifum land-
búnaðar á umhverfið eða hvernig er hvernig unnt er að fyrirbyggja slík áhrif. Mikilvægur
þáttur í þessu er að taka umhverfisáhrif landnotkunar með í áætlanagerð og útreikninga varð-
andi öll ný áform í greininni. I þeirri viðleitni er hægt að styðjast við aðferðir í líkingu við þær
sem kynntar hafa verið hér að framan. Framlag landbúnaðarins til sjálfbærrar þróunar felst þó
ekki eingöngu í verðlagningu náttúrufyrirbæra eða arðsemismati framkvæmda. Þar þarf
einnig að koma til ábyrg stjómun þeirra auðlinda sem nýttar eru í daglegum rekstri i grein-
inni. Þar er einkum átt við nýtingu lands, en hægt er að draga mjög úr neikvæðum umhverfis-
áhrifum af landnotkun með gætilegri notkun utanaðkomandi efna eða með því að leggja
aukna áherslu á lífrænan landbúnað (sjá m.a.: Tilman 1998).
Sú hugmyndafræði sem viðtekin var á ráðstefnunni í Ríó og kalla mætti hugmyndafræði
sjálfbærrar þróunar, ieggur áherslu á heildarsýn og þverfaglega hugsun. Sem afleiðing af
þessu er nauðsynlegt að framlag sérhverrar atvinnugreinar til sjálfbærrar þróunar sé skoðað í
víðu samhengi, m.a. með tilliti til tengsla við aðrar atvinnugreinar og í samhengi við gerð
þess samfélags sem viðkomandi eining er hluti af. I þessu sambandi þarf að leggja áherslu á
mikilvægi þess að bændur í hverju byggðarlagi starfi í nánum tengslum við viðkomandi
sveitarstjórn.
Hlutverk sveitarstjórna á leiðinni til sjálfbærar þróunar er tilgreint í 28. kafla Dagskrár
21. Þar kemur frarn að sem það stjómvald sem næst er fólkinu gegni sveitarstjómir þýðingar-
miklu hlutverki við að mennta og hvetja almenning á leið til sjálfbærrar þróunar (Keating
1995). Sveitarstjórnum er ætlað að koma upp áætlun um sjálfbæra þróun samfélagsins fram á
næstu öld. svokallaðri Staðardagskrá 21. Þetta á að gerast í samráði við íbúa, félagasamtök og
atvinnulíf á hverjum stað, enda er lögð áhersla á að Staðardagskrá 21 sé ekki aðeins áætlun
sveitarstjórnarinnar, heldur samfélagsins í heild. I samræmi við það er nauðsynlegt að sem
flestir hópar samfélagsins hjálpist að við gerð þessarar áætlunar. í þessu sambandi gegnir
landbúnaðurinn lykilhlutverki, ekki síst í landi eins og íslandi þar sem ijölmörg samfélög
byggja tilveru sína á landbúnaði öllu öðru fremur.
STAÐARDAGSKRÁ 21
í byrjun október 1998 hófst 18 mánaða samstarfsverkefni umhverfisráðuneytisins og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga um Staðardagskrá 21. Markmið verkefnisins er að aðstoða
sveitarfélög við að koma sér upp áætlun af því tagi sem kveðið er á um í 28. kafla sam-
þykktarinnar frá Ríó. Þrjátíu og eitt sveitarfélag tekur þátt í verkefninu, og er þess vænst að
þau hafi öll samþykkt fyrstu útgáfu sína af Staðardagskrá 21 í lok ársins 1999 (Stefán
Gíslason 1998).
Eins og áður hefur verið vikið að er mikilvægt að landbúnaðurinn leggi sitt af mörkum i
þeirri vinnu sem framundan er í stefhumótun í umhverfismálum. Þetta er ekki aðeins nauðsyn
til að uppíylla ákvæði Ríóráðstefnunnar heldur er þátttaka landbúnaðarins mikilvæg bæði
fyrir greinina sjálfa og samfélögin í heild. Því er full ástæða til að hvetja bændur og samtök