Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 21
13
Matsskyldar framkvœmdir
í frumvarpinu er bæði gerð tillaga um breytta framsetningu hins svokallaða skyldulista, þ.e.
lista yfir þær framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum og einnig er gerð
tillaga um efnislegar breytingar á listanum, s.s. um stærðarmörk sumra þeirra framkvæmda
sem ávallt skulu háðar mati á umhverfísáhrifum.
Aðrar framkvæmdir sem kunna að verða matsskyldar
Samkvæmt núgildandi lögum getur umhverfisráðherra ákveðið í einstökum tilvikum að fram-
kvæmdir sem ekki eru tilgreindar á skyldulistanum skuli undirgangast mat á umhverfis-
áhrifum. Þessi heimild til ráðherra er ekki takmörkuð við tilteknar tegundir ffamkvæmda í nú-
gildandi lögum, utan hvað í reglugerð með lögunum er listi yfir framkvæmdir sem hafa skuli
til hliðsjónar. Vegna breytinga á tilskipun Evrópusambandsins þarf að breyta málsmeðferð og
viðmiðunum varðandi slíkar ákvarðanir.
I tillögu nefndarinnar er lagt til að það verði Skipulagsstofnunar að taka ákvörðun um
matsskyldu framkvæmda í 2. viðauka með frumvarpinu (sem byggir beint á tilskipun Evrópu-
sambandsins), en áfram muni umhverfisráðherra taka ákvörðun um matsskyldu annarra fram-
kvæmda. í frumvarpinu er, í samræmi við tilskipunina, ennfremur gert ráð fyrir að skylt sé að
tilkynna allar framkvæmdir sem tilgreindar eru í 2. viðauka til Skipulagsstofnunar til ákvörð-
unar um matsskyldu. Samkvæmt frumvarpinu skal ákvörðun um matsskyldu framkvæmda til-
greindra í 2. viðauka grundvaliast á viðmiðunum um framkvæmdir, staðsetningu og um-
hverfisáhrif sem tilgreindar eru í 3. viðauka með frumvarpinu, en hann byggir að verulegu
leyti á tilskipun Evrópusambandsins.
Matsferlið
I tillögu nefndarinnar eru lagðar til ákveðnar breytingar á málsmeðferð, bæði til að einfalda
og bæta ferlið og einnig til að mæta lcröfum nýrrar tilskipunar.
Lagt er til að efnistök hverrar matsskýrslu og umfang kynningar og samráðs í hverju til-
viki séu ákveðin í svokallaðri matsáætlun. Framkvæmdaraðila ber þá að gera tillögu að mats-
áætlun til Skipulagsstofnunar þar sem lýst er framkvæmd, framkvæmdasvæði, öðrum kostum
og hvernig framkvæmdin samræmist skipulagsáætlunum. Þar skal einnig vera áætlun um til
hvaða þátta framkvæmdar- og umhverfismatið taki helst til, hvaða gögn liggi fyrir og áætlun
um kynningu og samráð. Skipulagsstofnun leitar umsagna stofnana og leyfisveitenda um
tiilögu framkvæmdaraðila og gefur síðan út matsáætlun sem framkvæmdaraðila ber að fylgja
við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og gerð matsskýrslu.
Samkvæmt núgildandi lögum tekur skipulagsstjóri ríkisins við matsskýrslu (frummati)
framkvæmdaraðila, lcynnir hana og úrskurðar síðan um mat á umhverfisáhrifúm. Urskurður
að loknu frummati getur fallið þannig að annað hvort sé fallist á framkvæmd með eða án skil-
yrða eða að krafist sé frekara mats á umhverfisáhrifum. Þegar framkvæmdaraðili hefur unnið
matsskýrslu um frekara mat kynnir skipulagsstjóri hana á sama hátt og getur úrskurður að því
ioknu fallið á þrjá vegu, að fallist sé á framkvæmd, að krafist sé frekari könnunar á einstökum
þáttum eða að lagst sé gegn framkvæmd. I tillögu nefndar að frumvarpi er lagt til að í stað nú-
verandi kerfis með frummati og frekara mati, komi eitt matsferli sem endi á úrskurði Skipu-
iagsstofnunar sem geti fallið þannig að;
• fallist er á framkvæmd, með eða án skilyrða,
• krafist er ítarlegra mats á framkvæmdinni í heild eða einstökum þáttum hennar, eða
• að lagst er gegn framkvæmdinni vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa.