Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 23
15
• Steypujám-, stái- og álverksmiðjur; frum- eða endurbræðsla.
• Efnaverksmiðjur.
• Nýir vegir.
• Járnbrautir.
• Flugvellir.
• Hafnir og skipgengar vatnaleiðir sem skip >1.350 tonn geta siglt um.
• Oiíulireinsunarstöðvar.
• Kjarnorkuver og aðrir kjarnakljúfar.
• Mannvirki til langtíma- eða endanlegrar geymslu á geislavirkum úrgangi.
• Mannvirki fyrir astbestnám og vinnslu og úrvinnslu á asbesti og afúrðum sem innihalda asbest.
Tillögur aó breytingum á skyldulista
Nefndin leggur til nokkrar breytingar á skyldulistanum, bæði til að mæta kröfum nýrrar til-
skipunar Evrópusambandsins og í ljósi reynslu af framkvæmd núgildandi laga. Varðandi
áðurnefndar framkvæmdir í dreifbýli, vegi, raflínur og sorpurðunarstaði, eru lagðar til þær
breytingar að í stað þess að allir vegir séu háðir mati á umhverfisáhrifum verði miðað við 5
km vegi eða lengri og ennfremur lagt til að miðað verði við raflínur með 66 kv spennu eða
hærri í stað 33 kv samkvæmt núgildandi lögum. Ákvæði um matsskyldu sorpurðunarstaða
verði óbreytt. Af framkvæmdum sem bætast á skyldulistann vegna krafna nýrrar tilskipunar
Evrópusambandsins má nefna að á skyldulistann bætast stöðvar þar sem frarn fer þauleldi ali-
fugla og svína yfir tiiteknum stærðarmörkum.
Tillögur að breytingum á skyldulista.
• Vegna krafna nýrrar tiiskipunar bætast á skyldulistann framkvæmdir við;
• kerfi til að vinna grunnvatn og veita því,
• mannvirki til að flytja vatnslindir á milli vatnasvæða,
• skólphreinsistöðvar,
• vinnslu á jarðolíu og jarögasi,
• leiðslur til að flytja gas eða eldfima eða hættulega vökva,
• alifugla- og svínaeldi,
• verksmiðjur fyrir framleiðslu pappírs og pappa,
• geymslustöðvar fyrir jarðolíu, efni unnin úr jarðolíu eða efnavörur,
• í Ijósi reynslu af framkvæmd núgildandi laga leggur nefndin meðal annars til;
• að skilgreining á jarðvarmavirkjunum sé útfærð nánar,
• að stærðarmörk vegna annarra varmaorkuvera en jarðvarmavirkjana séu lækkuð,
• að matsskylda nái til málmbræðsluverksmiðja i stað eingöngu stáls, steypujáms og áls,
• að matsskylda flugvalla miði við 2100 m langar flugbrautir í stað allra flugvalla,
• að matsskylda vega miði við stofnbrautir í þéttbýli og 5 km langa vegi utan þéttbýlis í stað allra vega,
• að skilgreining á hafnarframkvæmdum sé útfærð nánar,
• að skilgreining á efnistökustöðum sé útfærð nánar,
• að viðmiðunarmörk á spennu raflína séu hækkuð,
• að sæstrengir til flutnings á raforku bætist á skyldulistann,
• að fiskimjöls- og lýsisverksmiðjur í þéttbýli bætist á skyldulistann,
• að þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn utan byggða verði felldar út af skyldulistanum.
Framfo’œmdir tilgreindar í 2. viðauka meó frumvarpinu
Eins og áður er sagt getur umhverfisráðherra, samkvæmt núgildandi lögum, ákveðið að aðrar
framkvæmdir en þær sem tilgreindar eru á skyldulista laganna skuli í einstökum tilvikum
háðar mati á umhverfisáhrifum, og skal þá meðal annars höfð hliðsjón af framkvæmdum sem
taldar eru í viðauka II með reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.