Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 24
16
í nýrri tilskipun Evrópusambandsins hefur sá listi sem viðaukinn með reglugerðinni
byggir á verið endurskoðaður og jafnframt hefur verið breytt kröfum um málsmeðferð varð-
andi þær framkvæmdir sem þar eru tilgreindar. Til að mæta þessum kröfum er í tillögu
nefndar að frumvarpi settur fram listi í 2. viðauka yfir framkvæmdir sem ávallt beri að til-
kynna til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um hvort þær skuli í einstökum tilvikum háðar
rnati á umhverfisáhrifum. Við aðlögun þessa lista að íslenskum aðstæðum hefur nefndin lagt
til stærðarmörk á einstökum tegundum framkvæmda, þannig að eingöngu beri að tilkynna
framkvæmdir yfír þeim stærðarmörkum, en ekki allar framkvæmdir þeirrar tegundar burtséð
frá umfangi eða stærð. Helstu breytingar á þeim hluta viðaukans sem tekur á ffamkvæmdum
við landbúnað, skógrækt og fiskeldi frá því sem er í listanum með núgildandi reglugerð er að
skilgreiningar eru ítarlegri og að komin eru inn mörk varðandi stærð eða staðsetningu ein-
stakra framkvæmda sem elcki eru í núgildandi reglugerð.
Framkvæmdir við landbúnað, skógrækt og fiskeldi samkvæmt tillögu að 2. viðauka með frumvarpi, sbr.
einnig [I. viðauka tilskipunar ESB/97/11 (í svigum: Sambærileg ákvæði í viðauka II með reglugerð nr.
179/1994).
• Framkvæmdir til endurskipulagningar á landareignum í dreifbýli (framkvæmdir er breyta landnotkun
eða landnýtingu utan þéttbýlis).
• Framkvæmdir til að leggja óræktað land eða lítt snortið svæöi undir þaulnýtinn landbúnað
(framkvæmdir er breyta landnotkun eða landnýtingu utan þéttbýlis).
• Vatnsstjórnunarframkvæmdir vegna landbúnaðar, þar með taldar áveitu- og framræsluframkvæmdir, á
10 ha svæði eða stærra eða á verndarsvæðum (áveitur eða framræsla).
• Nýræktun skóga á 40 ha svæði eða stærra eða á verndarsvæðum og ruðningur á náttúrulegum skógi
sem til samans nær yfir 10 ha svæði eða er á vernarsvæðum (nýræktun skóga).
• Uppgræðsla lands á vemdarsvæðum (uppgræðsla lands).
• Stöðvar þar sem fram fer þauleldi búfjár á verndarsvæðum, framkvæmdir ekki tilgreindar á skyldulista
(búfjár- og dýrahald).
• Þauleldi á fiski þar sem ársframleiðsla er 200 tonn eða meiri og fráveita til sjávar eða þar sem
ársframleiðsla er 20 tonn eða meiri og fráveita í ferskvatn (fiskeldis- og seiðaeldisstöðvar og hvers
konar annað eldi sjávar- og ferskvatnslífvera).
• Endurheimt lands frá hafi.
LOKAORÐ
Núgildandi lög um mat á umhverfisáhrifum komu til framkvæmda vorið 1994, eða fyrir nær
fimm árum. Með tilkomu þeirra varð noldcur breyting á undirbúningi stórframkvæmda, m.a.
víðtækari kynning og umræða um framkvæmdir og staðsetningu þeirra og markvissari gagna-
söfnun og umfjöllun um gögn varðandi hugsanleg áhrif framkvæmda á umhverfið. Með nýrri
tilskipun Evrópusambandsins og breytingum á lögunum sem nú hafa verið lagðar til í ljósi
þeirrar reynslu sem fengist hefur á síðustu fimm árum er vonast til að enn megi bæta árangur
rnats á umhverfisáhrifum, þannig að þeir sem standa að framkvæmdum eða stýra landnotkun
og nýtingu þekki til væntanlegra áhrifa framkvæmda áður en tekin er endanleg afstaða til
þeirra og að framkvæmdir og vitneskja um áhrif þeirra á umhverfið sé veí kynnt og rædd á
meðal allra hagsmunaaðila