Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 27
19
er forsendan fyrir tilveru hennar. Oklcur hættir oft til að líta á byggð sem eilíft fyrirbæri, en
sagan af Caliente sýnir að það er alls ekki svo. Meðal fyrstu bæja á Norðurlöndunum voru
Birka í Svíþjóð og Kaupangur í Noregi, hvort tveggja verslunarstaðir af nokkurri stærð og
mikilii þýðingu. Ævilengd hvors um sig var um 150 ár, en báðir bæimir dóu vegna breyttrar
sjávarstöðu og sigiingahátta.
íslensk byggð á sér einnig sínar orsakir og forsendur. Bæir á íslandi eru nokkuð nýtt
fyrirbæri, aðallega frá þessari öld. Þeir urðu til svo til samtímis, og það byggðamynstur, sem
við búum við í dag mótaðist af þeim aðstæðum, sem ríktu á þessu stutta tímabili. Byggða-
þróunin fylgdi lögmáli þeirra tíma að fyrirtæki leituðu staðsetningar nálægt hráefni og
mörkuðum til að minnlca flutningskostnað og stytta flutningstíma á viðkvæmu hráefni. Fólkið
sótti svo þangað sem atvinnu var að hafa. Hérlendis var það fiskurinn og fjarlægð á miðin
sem réðu staðsetningunni.
Þessar forsendur hafa breyst á síðari árum og þar með forsendumar fyrir byggða-
mynstrinu. Með breyttum atvinnuháttum í landbúnaði fældcar störfum þar. Með breyttum
siglingaháttum geta nú slcipin siglt lengri leið og unnið liráefnið um borð. Með þessu minnkar
atvinna og fóllc flyst burt. Úr þessu verður vítahringur, fóllcinu fæklcar, undirlag fyrir verslun
og þjónustu minnlcar, vegna þess flytur enn fleira fólk í burtu og þannig gengur sagan.
NÝTT HLUTVERK FYRIR BÆINA
Hvað er þá til ráða? Eigum við bara að láta markaðinn ráða því hvað verður um bæi, sem elcki
liafa sama atvinnugrundvöll og áður? Ýmis rölc mæla með því að svara þessu neitandi. í
þessum bæjum liggja oft milclar fjárfestingar í húsnæði og þjónustukerfi, og oft þjóna þeir enn
einhverjum tilgangi í atvinnulífi þjóðarinnar, þótt elcki sé nóg til að standa undir atvinnu,
verslun og þjónustu fyrir heilt bæjarfélag. Nú er ég eklci að amast við stærð höfuðborgar-
svæðisins út af fyrir sig. Ég tel það gott að við eigum nokkuð sterka höfuðborg, sem reyndar
er ekki stór á alþjóðamælikvarða. En við íslendingar emm ekki fiölmenn þjóð og við verðum
að gæta þess að höfuðborgarsvæðið stækki ekki um of á kostnað landsbyggðarinnar.
Ein leiðin til að ráða bót á málunum er að reyna að fmna nýtt hlutverk fyrir bæina, þ.e. að
finna nýjar atvinnugreinar og reyna að laða ný fyrirtælci til þeirra. Áður fyrr var oft hægt að
gera þetta með opinberum reglum og styrlcjum, sem notuð voru til að stjóma staðarvali fyrir-
tælcjanna. Nú eru breyttir tímar og fyrirtæki framleiða oft háþróaðar vörur og þjónustu, sem
lcrefjast milcillar starfsþelckingar. Framboð á starfsmenntuðu vinnuafli er meðal þeirra þátta,
sem mikilvægir eru fyrir staðarval fyrirtækja. Þetta vinnuafl sækir þangað sem bestir mögu-
leikar bjóðast og þar sem búsetuskilyrði eru best. Búsetuval hins starfsmenntaða vinnuafls
ræður því oft miklu um staðarval fyrirtækja. Bætt lífsgæði eru því liður í eflingu atvinnu-
þróunar.
ORSAKIR FÓLKSFLUTNINGA
Orsalca fóllcsflutninganna er m.a. að leita í breyttu gildismati fólks, einkum ungs fólks. Hvert
tímabil sögunnar einkennist af vissum viðhorfum og lífsstíl. Undir miðbik aldarinnar tóku ís-
lendingar slcrefið frá bændaþjóðfélaginu yfir í iðnaðarþjóðfélagið. Með iðnaðarþjóðfélaginu
lcomu kynslóðaskipti og fráhvarf frá lífsstíl og viðhorfum bændaþjóðfélagsins. Tímabilið ein-
lcenndist af tæknihyggju, sem oft réði ferðinni fremur en mannleg viðhorf. Á sjöunda ára-
tugnurn lcom fráhvarfið og jafnframt því sem við stigum skrefið ffá iðnaðarþjóðfélaginu yfir í
upplýsinga- og hátæknisamfélagið, ruddu sér til rúms ný viðhorf. Þau einkennast af ný-
sköpun, alþjóðahyggju, hreyfanleika í búsetu, sjálfstæði, jafnrétti milli kynja, þjóðflokka og
trúarhópa og vaxandi áhuga á málefnum, sem standa nálægt fólki, eins og umhverfismálum,