Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 28
20
menningu og bættum lífsgæðum. Það sem hefur valdið þessari breytingu eru bættar sam-
göngur og víðferli fólks, upplýsingastreymi í fjölmiðlum og bætt almermingsmenntun.
Hver er þá þýðing þessa fyrir byggðaþróun? Ungt fólk kýs æ rneiri iireyfanleika í búsetu
og atvinnu og velur oftast starfssvið, sem kreQast fræðilegrar þekkingar. Það er ekki lengur
sátt við að búa á sama stað alla ævi og stunda sama starf alla ævi. Þetta leiðir til aukinna bú-
ferlaflutninga, og þeir staðir eru eftirsóknarverðastir, sem bjóða upp á fjölbreytni í búsetu og
tækifæri til að skipta um starf. Ungt fólk gerir æ meiri kröfúr til framboðs, fjölbreytni og
sveigjanieika í menningu og afþreyingu. Föst félagasamtök upplýlla ekki lengur þarfir þess.
Einnig þetta hefur áhrif á búsetuval fólks, og þeir staðir eru eftirsóknarverðir, sem bjóða upp á
fjölbreytni í þessum efnum. Hér hefur höfuðborgarsvæðið forskot á landsbyggðina, og er þar
eflaust að leita ýmissa orsaka á fólksflutningum þangað. Hér verður því að leita nýrra leiða í
byggðastefnunni. Að lokum má geta þess að fólk gerir auknar kröfur til umhverfis síns, og
ætti landsbyggðin að geta haft þar forskot, ef vel er að staðið.
Það sem hér er sagt er hluti af skýringunni á breyttu búsetuvali fólks. Þessir þættir hafa
m.a. komið fram í búsetukönnun Stefáns Olafssonar, en hér gefur e.t.v. að líta sjálfa undirrót-
ina. Hér eru vissulega þættir, sem kalla á nýjar leiðir í byggðastefnunni. Elcki dugir að reka
hana út frá gildismati þeirrar kynslóðar, sem brátt mun hverfa af sjónarsviðinu, heldur verður
að taka mið af þörfum og óskum þess unga fólks, sem mun erfa landið. Markmið byggða-
stefnunnar verður að vera að leysa vandamál morgundagsins en ekki gærdagsins.
MEGINÞÆTTIR í ÞRÓUNARSTARFI
Það eru því einkum tveir meginþættir, sem leggja ber áherslu á við þróunarstarf í því skyni að
stuðla að jafnvægi í byggðum landsins:
Þarýir fyrirtœkja:
• Staðbundnir þættir: framboð á húsnæði og/eða lóðum til nýbygginga, orkuframboð, gæði
gatnakerfis, veitukerfa o.þ.h.
• Samgöngur: á landsbyggðinni einkum aðgangur að stofnvegakerfi, flugvöllum, höfnum og
fjarskiptakerfum.
• Rekstrarþættir: aðgangur að Ijármagni, þjónustu og starfsmenntuðu vinnuafli.
• Samskiptaþættir: nálægð eða tengsl við fyrirtæki með svipaða starfsemi, nálægð við þjón-
ustufyrirtæki.
• Þekking: aðgangur að rannsóknarstofnunum og háskólum.
• Stjórnunarumhverfí: velviljuð og virk opinber stjórnvöld og embættismenn, skýr lög og
reglur, skýr skipulagsákvæði sem taka tillit til þarfa fyrirtækjanna.
• Ytri ímynd: gott umhverfí, heimilisfang á vel metnum stað/svæði/hverfi o.fl.
Þarfir íbúa:
• Umhverfisgæði: veðrátta, umhverfi laust við hávaða og mengun, útsýni, aðgangur að
ósnortinni náttúru.
• Félagsleg gæði: atvinna (fvrir bæði hjónin ef við á), efnahagslegt, félagslegt og líkamlegt
öryggi, framboð á góðu, vel staðsettu og hagkvæmu húsnæði, góðar verslanir og þjónusta,
dagvistun, góðir grunnskólar, aðgangur að menntaskólum og/eða fjölbrautarskólum, mögu-
leikar á framhaldsmenntun eftir stúdentspróf.
• Samgöngur: öruggar og þægilegar samgöngur innanbæjar og við aðra landshluta, aðgangur
að almenningssamgöngum (ef við á).
• Menning og aíþreying: aðlaðandi umhverfi, gott framboð á menningu og afþreyingu, að-
staða til íþróttaiðkana og útivistar.