Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 29
21
Þessir þættir eru samverkandi og því dugar ekki að leysa einungis þarfír fyrirtækjanna, án
þess að líta til þarfa íbúanna. Fyrirtækin flytja þangað sem hæfur starfskraftur fæst og fólk
flytur þangað sem gott er að búa og góða vinnu er að hafa. Svo einfalt er það dæmi. Með
þessar nýju aðstæður í huga mun þróunarsvið Byggðastofnunar nú reyna að tengjast beint
öllum þeim aðilum sem á einhvern hátt geta haft áhrif á þróun byggðar.
ATVINNUÞRÓUN
Atvinnuþróunarstarfið verður aukið og farið inn á nýjar brautir. Hvað varðar þarfir fyrirtækja
verður áhersla lögð á samstarf við atvinnuþróunarfélög og verður Byggðabrúin notuð í þeim
tilgangi, auk beinna funda. Byggðabrúin er myndfundakerfi, sem notað er til fundahalda og
íjarkennslu. Með Byggðabrúnni er hægt að halda fund með öllum atvinnuþróunarfélögunum
samtímis. Ákveðinn er fastur tími til allsherjarfunda Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfé-
laganna, þar sem rædd verða ýmis samstarfsmál og miðlað reynslu milli félaganna. Þróunar-
svið Byggðastofnunar stýrir fundunum á Byggðabrúnni og veitir þá aðstoð sem félögin þarfn-
ast, bæði tæknilega og málefnalega. Byggðastofnun mun þó ekki stjórna starfsemi atvinnu-
þróunarfélaganna, heldur veita þeim aðstoð við nýsköpun í atvinnuvegunum og leggja áherslu
á ýmsa fyrirgreiðslu og þjónustu. Þetta samstarf byggir einlcum á eigin framlagi atvinnu-
þróunarfélaganna og lögð verður áhersla á eigið framtalc á svæðunum og að nýta sem best
staðbundnar aðstæður, þekkingu, hugmyndir og möguleika. Unnið verður að þróun innlendra
samstarfsverlcefna á þessu sviði og einnig að þátttöku í Qölþjóðlegum verkefnum.
Sérstölc aðstoð verður veitt á afmörlcuðum svæðum, þar sem veruleg röskun hefur orðið á
atvinnuháttum og búsetu. Sérstaklega er hugað að aðgerðum í byggðum þar sem atvinnulíf er
fábreytt og atvinnuvegimir eiga í vök að verjast. Undir þetta falla m.a. mörg landbúnaðar-
svæði, og vinnur þróunarsviðið nú að aðgerðum á slíkum svæðum. Atvinnuþróunarfélögunum
hefur verið falið að gera greiningu á starfssvæði sínu og afmarlca svæði, þar sem sérstakra að-
gerða er þörf. Síðan er ætlunin að fara í beinar aðgerðir á þessum svæðum, og hefur þegar
verið farið í slílcar framlcvæmdir í Vestur Skaftafellssýslu, Dalabyggð og Húnaþingi vestra.
M.a. er unnið að nýsköpun og eflingu menntunar með fjarkennslu.
Eitt af verlcefnum þróunarsviðsins verður að vísa á aðstoð við markaðssetningu, relcstur,
framleiðsluþætti o.fl. Hér verður hlutverk þróunarsviðsins að leiðbeina fyrirtækjum o.fl. til
aðila. sem sérþekkingu hafa á þessum sviðum. Við þróunarstarfið verður lögð áhersla á sam-
skipti við aðila, sem vinna að hliðstæðum verlcefnum, s.s. viðkomandi ráðuneyti, ríkisstofn-
anir, sveitarfélög, innlenda og erlenda háslcóla og rannsóknarstofnanir. Þar getur verið um að
ræða bein samstarfsverkefni, skipti á upplýsingum, gagnlcvæma ráðgjöf, ábendingar, tillögu-
gerð, ráðstefnuhald og þátttöku í ráðstefnum. Hér kemur Byggðabrúin einnig að góðum
notum, og á svo nefndum fagfúndum er íjallað um fagleg mál og alls konar upplýsingar. Þá
bætast fimm aðilar í hóp Byggðastofnunar og atvimiuþróunarfélaganna, en það eru Iðntækni-
stofnun, Rannsóloiarstofnun fiskiðnaðarins, Bændasamtökin, Háskóli íslands og Háskólinn á
Akureyri. Á þessa fundi er boðið imi gestum til að halda fyrirlestra, svara fyrirspurnum eða
kynna hvernig þeir geta orðið atvinnuþróunarfélögunum og fyrirtækjum á landsbyggðinni að
sem bestu liði. Þriðja fundarformið er svo sérfundir ýmissa stofnana í Reykjavík með atvinnu-
þróunarfélögunum.
Upplýsingasöfnun og rannsóknir á atvinnuþáttum og staðbundnum möguleikum verður
mikilvægur þáttur í starfi þróunarsviðsins. Þróunarsviðið mun hér starfrækja eigin upplýs-
ingabanka og uppiýsinganet með öðrum stofnunum, háskólum, rannsóknarstofnunum o.fl.
Sem dæmi um rannsóknir á atvinnuþáttum og staðbundnum möguleikum má nefna kerfis-
bundna flolckun á styrkleilca-, veikleilca-, möguleilca- og hættuþáttum sem grunn fyrir ákvarð-
anatölcu.