Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 31
23
á svæðunum, nýsköpun í atvinnuháttum og þróun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Einkunnar-
orðin eru samkeppni, samstarf og samstaða.
Svæði ESB eru margbreytileg og uppbygging þeirra og tengsl oft flókin. Þetta tengist
m.a. stofnbreytingum atvimiulífsins, tækniframförum og aukinni samvinnu milli svæða. Oft
eru rík og nútímavædd svæði í nábýli við fátæk og vanþróuð svæði. Ýmis svæði einkennast af
fjölbreytni og framþróun, rneðan önnur, einkum óaðgengileg jaðarsvæði, hafa dregist aftur úr.
Meðal þeirra síðarnefndu má einkum finna hefðbundin landbúnaðarsvæði með mikla fólks-
fækkun, mikið dulið atvinnuleysi og skammt þróaða grunngerð (svo sem samgöngukerfi).
Hins vegar má finna þar svæði, sem byggt hafa á einhæfum iðnaði, sem nú er í hnignun. Það
hefur síðan leitt til mikils atvinnuleysis. - Finna má samsvörun þessara svæða hérlendis,
annars vegar í hefðbundnum landbúnaðarsvæðum, eins og Vestur Skaftafellssýslu, Vestur
Húnavatnssýslu og Dalabyggð, og hins vegar svæðum, sem eingöngu hafa byggst upp
kringum fiskveiðar og fiskiðnað.
Þriðjungur fjárveitinga ESB fer til svæðajöfnunaraðgerða. Markmiðið er að jafna sam-
keppnishæfni og lífskjör ólíkra svæða. Þessar svæðajöfnunaraðgerðir byggja að hluta til á
stuðningi ESB og að hiuta til á aðgerðum rikjanna sjálfra. Svæðastuðningur ESB kemur til
viðbótar aðgerðum ríkjanna sjálfra. Löndin verða því sjálf að fjármagna aðgerðimar að hluta
til.
Svæðastuðningur ESB kemur frá stoðsjóðum ESB, þar sem 50% þessa fjármagns kemur
frá svæðasjóðnum, 30% frá félagsmálasjóðnum og 20% frá landbúnaðar- og fiskveiði-
sjóðunum. Heildarfjármagn til svæðajöfnunaraðgerða á tímabilinu 1994—1999 samsvarar
u.þ.b. 12 þúsund milljörðum íslenskra króna.
Adalmarkmið
90% svæðajöfnunaraðgerða renna til 6 skilgreindra aðalmarkmiða (objectives).
Markmid 1. Þróun skarnmt bróaðra svæða. þar sem verg svæðisframleiðsla er minni en 75%
meðaltals innan ESB. Stutt er við fjárfestingar í grunngerð, fjölbreytni atvinnulífs, þróun í
landbúnaði og ferðaþjónustu, fjárfestingar í heilbrigðiskerfi, samgöngukerfi, orkumál og fjar-
skiptatækni.
Markmið 2. Uppbvguinq oa endurnviun á svæðum með hnignandi iðnað. Stutt er við endur-
nýjun iðnaðar, stofnun fyriitækja, alþjóðavæðingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja, samstarf
fyrirtækja og háskóla varðandi rannsóknar- og þróunarstarf, samvinnu fyrirtækja, auknar
fjárfestingar, nýja tækni og vöruþróun, starfsþjálfun, umhverfismál fyrirtækja og ferða-
þjónustu.
Markmið 3. Aðuerðir geun lanatíma atvinnulevsi, einkum ungmenna. Sérstök áhersla er á þá
sem lengi hafa verið atvinnulausir, ungmenni milli 17 og 24 ára, fatlaða og innflytjendur.
Stutt er við starfsmenntun, leiðbeiningar og ráðgjöf, átaksmiðstöðvar og stofnun eigin fyrir-
tækja.
Markmid 4. Endurmenntun starfsfólks i fvrirtækium og bætt vinnutilhögun. Stutt er við þróun
vinnuskipulags, athuganir á þörfum starfsfólks og starfsmenntun á sviði vöruþróunar, upplýs-
ingatækni og alþjóðavæðingu.
Markmið 5a. Þróun í landbúnaði og fiskveiðum í sambvli við umhverfíð. Beinist að fyrir-
tækjum í landbúnaði og sjávarútvegi. Stutt er við starfsmenntun, þróun fyrirtækja og aulcna
samkeppnishæfni innan skammt þróaðra svæða á þessum sviðum. í landbúnaði er fram-
leiðslustyrkur miðaður við fjölda gripa, en sums staðar er einnig veittur styrkur til ræktunar.
Stutt við samkeppnishæfni til langs tíma, og verðmætaaukningu kjötafurða, grænmetis, ávaxta
o.fl. I sjávarútvegi er stutt við úreldingu fiskiskipa, nútímavæðingu fiskveiðitækja og fisk-