Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 34
26
RÁÐUNFIUTflfUNDUR 1999
Menntun og byggðaþróun:
Um ungt fólk, búsetu og landafræði þekkingar
Karl Benediktsson
Háskóla Islands, jaró- og landfrœdiskor
„Það er ekki eins og maður vilji ekki búa fyrir vestan. En maður er búinn að vera hérna núna i skóla í
nokkur ár og farinn að festa svolítið rætur. Og svo er loksins farið að sjást fyrir endann á þessu námi og
þá er það spumingin um að fá vinnu sem tengist því. Það er langt í frá auðvelt heima. Sambýliskona mín
er líka héðan úr Reykjavík og hún er búin með sitt nám og komin í ágæta vinnu hér. Ég sé ekki fyrir mér
að við flytjum vestur- ekki í bráð að minnsta kosti.“
Eldci þarf að fara í grafgötur um að búferlaflutningar sem tengjast menntun eru stórmál fyrir
mörg byggðarlög á Islandi. Tilvitnunin hér að ofan er í sarntal sem ég átti við háskólanema
ekki fyrir löngu og dregur fram meginatriði málsins. Ungt fólk í sveitum og srnætTÍ þéttbýlis-
kjörnum þarf í flestum tilfellum að flytja sig um set um leið og framhaldsnám eftir grunnskóla
hefst, en þetta er þó oftast það snemma á lífsleiðinni að ekki er um varanlega flutninga að
ræða. Áform um nám á háskólastigi þýða hins vegar fyrir langflesta íbúa landsbyggðarinnar
að flytja þarf búferlum til Reykjavíkur eða jafnvel til útlanda um lengri eða skemmri tíma.
Margir finna sér maka á nýjum stað og byrja sjálfstætt bústang. Los kemst á tengslin við átt-
hagana. Ekki er þar með sagt að þeir sem setjast að til frambúðar á höfúðborgarsvæðinu beri
ekki enn taugar til heimabyggðar sinnar. Þvert á móti eru þeir margir sem líta á upprunasvæði
sitt sem hið eina sanna „heima“. Það er þetta fólk sem kemur sér upp sumarbústað ,,heima“
eða fer í pílagrímsferðir þangað í sumarleyfi sínu. Að vetrinum flykkist það á þorrablót átt-
hagafélaganna í Reykjavík og tjáir þar heimabyggðinni ást sína í gegnum hrútspungana,
sviðakjammanaog nostalgíublandið skop um mannlífíð „heima“.
* * =t=
Þessi grein skiptist í tvo hluta. Fyrst verður rætt almennt um breytingar á samfélagi, efnahags-
lífi og búsetuformum og samhengi þessara þátta við þekkingu og menntun. Síðan verður sagt
frá niðurstöðum könnunar sem höfundur stóð fyrir á meðal nemenda i framhaldsskólum Aust-
urlands. I könnuninni var spurt um menntunar- og starfsáform og reynt að finna út hvernig
þetta unga fólk sér fyrir sér framtíð þeirra byggða sem það kemur frá.
ÞRÓUN ATVINNULÍFS OG FORM ÞEKKINGAR
Það er orðið alllangt síðan fræðimenn settu fram geiralíkanið svokallaða um þróun atvinnu-
vega (1. mynd). Líkanið er reynslulíkan, sem lýsir stóru dráttunum í atvinnuskiptingu þeirra
landa sem fetað hafa brautina frá landbúnaðarsamfélagi sem einkenndist af sjálfsþurftabúskap
til iðnvæðingar og fjöldaneyslu. Við upphaf iðnbyltingar var þorri vinnuafls, oft 80% eða
meira, bundinn landbúnaði - frumvinnslugeiranum. Þekking samfélagsins var að mestu leyti
reynsluþekking eða þögul þekking;1 eini skólinn „skóli lífsins“. Iðnbyltingin, eins og nafnið
gefur til kynna, fólst í mikilli fjölgun starfa við iðnað, sem ásamt aukinni framleiðni í land-
búnaði orsakaði róttækar búsetubreytingar. Fyrri hluti tuttugustu aldarinnar einkenndist af
fjöldaframleiðslu eftir formúlum Fords og Taylors (Allen 1992), þar sem „vísindaleg
1 Hugtökin þögulþekking og skjalfest þekking eru notuð hér sem þýðingar á ensku hugtökunum tacit knowledge
og explicit/codified knowledge.