Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 40
32
Sá atvinnuvegur sem ungt fólk á Austurlandi sér greinilega mesta möguleika í er ferða-
þjónustan. Hjá nemendum í ME og FAS er hún í afgerandi forystu. Meðal nemenda í VA
veðja ívið íleiri á stóriðju, en hins vegar nýtur stóriðjan lítillar hylli annars staðar, einkum í
ME. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Sú milda umræða um stóriðju sem átt hefur sér stað
á undanförnum mánuðum beinist að Reyðarfirði og nágrenni. I Verkmenntaskólanum eru til-
tölulega margir nemendur á iðnbrautuin og sjá ef til vill möguleika á starfi við sitt hæfi ef til
stóriðju kemur.
Það athyglisverða hér er að hvorug þessara greina - ferðaþjónusta eða stóriðja - teljast
greinar sem kreijast sérlega mikillar formlegrar þekkingar af óbreyttum starfsmömium. Þær
standa hins vegar í ólíku sambandi við staðbundna og þögla þeklcingu, þótt báðar séu raunar
alþjóðlegar í eðli sínu. Stóriðjan tengist lítt staðbundinni þekkingu. Hún þarf vinnuafl og er
nokk sarna hvaðan gott kemur. Ferðaþjónustan þrífst hins vegar á staðbundinni þekkingu -
eða ætti að geta gert það. I auknum mæli eru ferðamenn að sækjast eftir upplifunum sem
tengjast sérstöðu þeirra svæða og staða sem þeir sækja heim. Það breytir hins vegar ekki því
að menntunarstig og laun í greininni eru lág.
Hvað þá með greinar sem tengjast beint fjórða geiranum - upplýsingavinnslu? Hátækni-
grein á borð við hugbúnaðargerð, sem orðin er að verulegri útflutningsgrein á landsvísu, nýtur
langtum miirni hylli meðal nemenda á Austurlandi en ferðaþjónustan. Hún lendir í þriðja sæti
meðal verkmeimtaskólanemanna, á meðan nemendur hinna skólanna eru heldur jákvæðari
gagnvart möguleikum tölvuiðnaðarins. Það er umhugsunarefni hvernig landsbyggðin virðist
hafa misst af hraðlest hugbúnaðargeirans og hátæknigreina yfirleitt. Spádómar um að tölvu-
tælcni og rafræn samslcipti myndu gera staðsetningu fyrirtækja frjáisari hafa hreint ekki ræst
hvað greinina sjálfa varðar. Nær öll fyrirtæki á þessu sviði verða til á höfuðborgarsvæðinu.
Að sumu leyti er þetta rökrétt afleiðing af alþjóðleilca greinarinnar - hún sækir á þann stað þar
sem tengslin við umheiminn eru best - en einnig rná halda frarn að í þessu birtist enn einu
sinni skorturinn á tengslum milli þeklcingarfonna.
NIÐURLAG
Ahyggjur af brottflutningi ungs fólks eru hreint ekki ný bóla. Jónas frá Hriflu ritaði á sínum
tíma eftirfarandi klausu, sem talar til oldcar enn í dag þrátt fyrir að nú séu það elcki síður
„lcauptúnin“ en sveitirnar sem eiga í vanda:
„Nálega allir æskumenn vilja hleypa heimdraganum. Oftast liggur fyrsta ferðin í vertíðina eða kaupstaðar-
skólann. Sveitaunglingurinn fullnægir útþrá sinni í bænum, en venst um leið bæjariífinu og verður frá-
hverfur sveit sinni. En ef sveitaunglingar geta fullnægt útþrá sinni á glæsilegum stöðum i sveit, geta
numið þar engu að síður en i kauptúninu og fengið engu minni frama þar heima en með iengri burtför, þá
er það fengiö sem eftir var sótt, að skapa einskonar andlegar höfuðborgir i sveitinni."
(Tilvitnun í Árna Daniel Júlíussyni o.fl. 1993, 170)
En lausn á borð við lausn Jónasar - að byggja veglega héraðsskóla til að gegna hlutverki
hinna andlegu höfuðborga - dugar elcki nú fremur en hún dugði til að stöðva strauminn úr
sveitum í þéttbýli á fjórða áratugnum. Engar auðveldar og einhlítar lausnir eru til á vanda
landsbyggðarinnar vegna brotthvarfs menntafólks. Ekki dugar að höfða til ættjarðarástar eða
staðarástar einnar sér. Sjái menntað fólk ekki olnbogarými fyrir sig í byggðarlögum lands-
byggðarinnar mun það eklci velja sér þar búsetu, svo einfalt er það. Og olnbogarýmið verður
ekki til nema samræða komist á milii ólíkra forma þekkingar.
Mörg af athyglisverðustu verlcefnum síðari ára á landsbyggðinni tengjast eimnitt til-
raunum til að koma á slílcu gagnvirlcu sambandi staðbundinnar og alþjóðlegrar þelckingar,
þannig að hvor fái frjóvgað og auðgað hina. Nefna má Rannsóknasetrið í Vestmannaeyjum,
Kirkjubæjarstofu og hugmyndir um Jöklasetur á Höfn i Hornafirði. Einnig má talca dæmi af