Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 45
37
• Hvert félag setji á laggirnar kaupanefnd sem taki ákvarðanir um einstök hlutaQárfram-
lög samkvæmt reglum sem stjórnin setur. í kaupanefnd verði fengnir aðilar með þekk-
ingu og reynslu af atvinnulífi.
• Eignarhaldsfélögin leggi fram áhættufé í formi hlutafj ár. Önnur form eru einnig hugsan-
leg, svo sem skuldabréf sem eru breytanleg í hlutafé eða skuldabréf sem fá tiltekið hlut-
fall af sölu ef vel tekst til.
• Eignarhaldsfélögin geti tilnefnt stjórnarmenn í fyrirtækjum sem þau eiga aðild að og
komið þar inn með þekkingu og reynslu á sviði stjórnunar, ijármála, stefnumótunar,
þekkingar á atvinnugrein og hvar megi leita úrlausnar á margháttuðum vanda.
• Rekstrarkostnaði eignarhaldsfélaganna verði haldið í lágmarki, en ítarleg skoðun mála
og eftirfylgni, m.a. með stjórnarþátttöku, er tímafrek. Semja má við aðra aðila um að
annast rekstrarumsýslu og skoðun mála. Þar má horfa til atvinnuþróunarfélaganna sem
geta tekið að sér verkefnið að hluta eða öllu leyti. Annar möguleiki er að semja við
einkafyrirtæki, svo sem ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtæki eða ijármálafyrirtæki.
Gera verður endurskoðaðan ársreikning.
• Helsta verkfæri eignarhaldsfélaganna verði svokölluð viðskiptaáætlun. Hún er ítarleg
greining á öllurn þáttum viðskiptahugmyndar. Hún er ekki aðeins rekstrar- og íjárhags-
áætlun heldur er þar tekið á óáþreifanlegum þáttum, svo sem reynslu og þekkingu
stjórnenda, tæknilegum atriðum, markaðs- og samkeppnismálum og margt fleira. Við-
skiptaáætlanir eru helsta verkfæri áhættufjármagnsfyrirtækja víða um heim, en hafa
ekki unnið sér sess sem skyldi hér á landi.
• Byggðastofnun leggur fram hlutafé og tilnefnir memi í stjórnir eignarhaldsfélaganna
eins og áður segir. Auk þess mun stofnunin hafa almennt eftirlit með árangri og fram-
kvæmd, þannig að hægt sé að taka saman árlega skýrslu um starfsemi allra félaganna.
Stofnunin mun beita sér fyrir því að eignarhaldsfélögin gæti samkeppnissjónarmiða.
Hún mun væntanlega veita ráð varðandi skipulagsmál. Þá mun hún fylgjast með mati á
fjárhagsstöðu og áhættu hjá félögunum. Byggðastofnun mun beita sér fyrir því að
eignarhaldsfélögin gæti samkeppnissjónarmiða.
TEGUNDIR ÁHÆTTUFJÁRMAGNS
• Áhættuljármagn er gjarnan flokkað eftir því hversu snemma á ferli viðskiptahug-
myndarinnar það er lagt fram. Því fyrr á ferlinu því meiri er áhættan.
1. Þróunarfjármagni er veitt athafnamönnum til að semja viðskiptaáætlun og til ýmissa
undirbúningsvinnu, svo sem rannsókna á markaðsmálum eða smíði frumgerðar.
2. Byrjunarfjármagni er veitt til að helja rekstur fyrirtækis sem hefur viðskiptaáætlun
og stjórnendur.
3. Vaxtarfjármagn er veitt starfandi fyrirtækjum sem hafa vænleg vaxtarmöguleika.
4. Milliíjármögnun er veitt fyrirtækjum sem eru að nálgast slcráningu á hlutabréfa-
markaði.
5. Yfirtökufjármagn er veitt til kaupa á starfandi fyrirtækjum
• Meginverkefni eignarhaldafélaganna verður væntanlega byrjunar- og vaxtafjármagn.
Þróunarfjármagn geta aðrir aðilar frekar veitt sem styrki til undirbúnings málum. Milli-
fjármögnun og yfirtökuijármögnun eiga frekar við um stærri fyrirtæki og þar geta
komið til áhættufjármagnsfyrirtæki í einkaeigu.
REYNSLA ÁHÆTTUFJÁRMAGNSFYRIRTÆKJA
• Nýta má að nokkru leyti reynslu og starfsaðferðir áhættuljármagnsfyrirtækja (Venture
capital firms), erlendra sem innlendra. Fyrirhuguð eignarhaldsfélög verða mun minni og
það setur þeim nokkrar skorður. Engu að síður er rétt að hafa í huga eftirfarandi megin-
þætti í starfsemi áhættufjármagnsfyrirtækja.