Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 47
39
RRDUNRUTflFUNDUR 1999
Ráðgjöf atvinnuþróunarfélaga,
skipulag, markmið, áherslur og breytt hlutverk
Oli Rúnar Astþórsson
og
Einar Pálsson
Atvinnuþróunarsjódi Sudurlands
INNGANGUR
Miklar breytingar hafa orðið á undanfömum árum á skipulagi atvinnuráðgjafar í landinu.
Þróunin hefur verið sú að í stað eins manns iðnþróunarfélaga em komin öflug 3-5 manna at-
vinnuþróunarfélög sem sinna öllum atvinnugreinum á ákveðnu svæði eða heilu kjördæmi.
Iðnþróunar- eða atvinnuþróunarfélög eru starfandi um allt land; í Reykjavík, á Vesturlandi
(Borgarnes), á Vestfjörðum (Isafirði), Norðurlandi vestra (Blönduósi), Norðurlandi eystra
(Akureyri og Húsavík), AustQörðum (Egilstöðum), á Suðurlandi (Vestmannaeyjum og Sel-
fossi) og á Reykjanesi. Nýlega var einnig stofnað slíkt félag á Sauðárkróki. Mjög mismunandi
er með hvaða hætti staðið hefur verið að stofnun og rekstri þessara félaga. Þau em ýmist rekin
með hlutafélagsforminu eða sem byggðasamlög og eru ýmist í eigu sveitarfélaga, fyrirtækja
og einstaklinga eða, eins og Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, eru alfarið í eigu sveitarfélaga
á viðkomandi svæði. Sum þessara félaga sinna einungis ráðgjafastarfi, en önnur hafa einnig
yfir fjármagni að ráða og geta því t.d. fylgt ráðgjöf sinni eftir með fjárhagslegri aðstoð, ýmist í
formi styrkja, lána eða með kaupum á hlutafé. I erindi þessu verður einkum farið yfir starf-
semi Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands.
SKIPULAG
Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands var stofhaður 30. september 1980. Sjóðurinn er sjálfstæður
sjóður í eigu flestra sveitarfélaga á Suðurlandi eins og áður sagði. Æðsta vald í málefnum
sjóðsins hafa lögmætir aðalfundir. Undir þá heyrir stjóm sjóðsins, sem kosin er á aðalfundi ár
hvert, og framkvæmdastjóri, sem sér um daglegan rekstur sjóðsins. Starfsmenn sjóðsins em
þrír.
Frá stofnun til ársins 1995 var einungis einn starfsmaður hjá sjóðnum. A því ári var unnið
að nýrri stefnumörkun fyrir sjóðinn, ásamt gagngerri uppstokkun á öllu inrrra starfi, þ.m.t.
verklagsreglum. Á aðalfundi sjóðsins i byrjun árs 1996 voru nýjar samþykktir fyrir sjóðinn
samþykktar og í apríl sama ár var gerður nýr samningur við Byggðastofnun. Með samn-
ingnum var lögð áhersla á að svæðisbundin atvinnuþróun gerðist með virkari þátttöku heima-
manna en verið hafði áður og gerði sjóðnum kleift að fjölga starfsmönnum og stórefla alla
ráðgjöf. Samningurinn við Byggðastofnun var fyrsti samningurinn í röð átta atvinnuþróunar-
samninga sem stofnunin hefur síðan gert við aðra landshluta. Samningurinn er forsenda fyrir
því að Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands hefur getað haldið úti öflugu ráðgjafastarfi. Nýr
samningur verður undirritaður fljótlega.
í byrjun ársins 1997 stóð sjóðurinn að stofnun eignarhaldsfélagsins Atgeirs ehf. til að
stuðla að atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi. Síðar á árinu samþyldcti stjóm sjóðsins ákveðna
stefnumörkun varðandi nýtt nýsköpunarkerfi og í hvernig umhverfi æskilegt væri að sjóðurinn