Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 48
40
starfaði til næstu framtíðar og verður Qallað nánar um það síðar í erindi þessu. Stefnumörkun
sjóðsins varð síðan hluti af nýrri byggðastefnu fyrir 1998-2001 sem lögð var fram á Alþingi á
haustdögum.
Til sjóðsins hafa árlega runnið 1% af tekjum sveitarfélaganna, en frá og með árinu í ár
lækkar framlagið í 0,85%. Af framlögum sveitarfélaganna eru 70% bundin sem inneign þeirra
í stofnsjóði, en 30% eru skilgreind sem rekstrarframlög. Um síðustu áramót voru eignir
sjóðsins tæplega 200 mkr. Sjóðurinn hafði um 60 mkr. til ráðstöfunar á síðasta ári. Tekjur
sjóðsins eru:
• Rekstrarframlög sem nema 30% af framlagi sveitarfélaga.
• Fj ármunatekj ur af lánveitingum.
• Lántökugjöld vegna lánveitinga.
• Arður af hlutabréfum.
• Tekjur vegna seldrar ráðgjafar.
• Aðrar tekjur.
RÁÐGJÖF OG VERKEFNAVINNSLA
Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands veitir einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og
sveitarfélögum á Suðurlandi ráðgjöf á sviði atvinnulífsins. Bæði er um að ræða ráðgjöf og að-
stoð við einstök atriði og einnig sérstök verkefni sem uppfylla laöfur sjóðsins þar að lútandi.
Sjóðurinn sinnir nánast öllu litrófmu hvað þetta varðar, þ.e. frá nýsköpun til ijárhagslegrar
endurskipulagningar. Sífellt færist í vöxt að einstaklingar og fyrirtæki leiti ráðgjafar og að-
stoðar hjá sjóðnum varðandi einstök málefni, ýmist í gegnum síma eða með stuttum fundum.
Einnig aðstoða starfsmenn sjóðsins við styrk- og lánsumsóknir til sjóða og stofnana.
Varðandi einstök verkefni eru verklagsreglurnar þær að eftir ítarlegt viðtal starfsmanns
við viðkomandi er metið hvort verkefnið uppfylli skilyrði sjóðsins, við metum raunhæfi hug-
myndarinnar, reynum að gera okkur grein fyrir lífslíkum hennar og reynum að fmna réttan
farveg fyrir hugmyndina. Uppfylli verkefnið skilyrðin er undirrituð ákveðin verkbeiðni milli
aðila, verkefnið flokkað og úthlutað tímum eítir því hvort um er að ræða:
• Nýsköpun (35 klst.).
• Vöruþróun og markaðsetningu (15 lclst.).
• Viðbót við núverandi starfsemi (12 klst.).
• Fjárhagslega endurskipulagningu (skv. reikn.).
• Annað.
Sjóðurinn úthlutar allt að 35 klst. til einstakra skilgreindra verkefna. Ef um fjárhagslega
endurskipulagningu er að ræða ber verkbeiðanda að greiða samkvæmt útseldum ráðgjafatíma
sjóðsins. Samhliða skráningu er gerð verkáætlun, þar sem m.a. eru áætluð verklok. Lauslega
má ætla að um 15% af tímanum fari í viðtöl, skráningu og mat o.fl., en 85% af tímanum fari í
vinnsluna sjálfa. I þessum ferli er mjög mikilvægt að velja „rétt verkefni“ og nota við úrlausn
þeirra „réttu aðferðimar“. í stuttu máli má segja að þetta snúist um að koma hugmynd niður á
pappír og síðan í framkvæmd. Oftast endar slík vinna með gerð ítarlegrar rekstrar- og fjár-
hagsáætlunar og hafa starfsmenn sjóðsins á undanförnum ámm þróað sérstakt módel til að
auðvelda þá vinnu. Oft fylgir slíkri vinnu einnig markaðsathugun, sem ýmist er unnin af
starfsmönnum sjóðsins eða er aðkeypt. í flestum tilfellum aðstoða siðan starfsmenn sjóðsins
við leit að fjármagni í verkefnið. Skráðir ráðgjafatímar hjá starfsmönnum sjóðsins voru tæp-
lega 4.000 klst. á síðasta ári.