Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 49
41
MARKMIÐ / HLUTVERK
Höfuðmarkmið Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands er „að efla atvinnulíf á Suðurlandi og stuðla
þamiig að aukiimi hagsæld á svæðinu með aðstoð við einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök,
sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila í formi Qármagns og ráðgjafar. Sjóðurinn skal jafnframt
hafa frumkvæði að og vera leiðandi við að upplýsa, kynna og aðstoða aðila á svæðinu við ný-
sköpun, nýjungar í rekstri og nýjungar í stjómun fyrirtækja.“ Til að rækta hlutverk sitt veitir
sjóðurinn ráðgjöf, fjárhagslega styrki, áhættufé og lán til áhugaverðra verkefna. Einnig kaupir
sjóðurinn hlutafé í fyrirtækjum. Jafnframt hefur sjóðurinn frumkvæði að því að skilgreina og
leita að nýjum atvinnutækifærum.
HVERNIG GETUR ATVINNUÞRÓUNARSJÓÐURINN ÞJÓNAÐ LANDBÚNAÐINUM?
A undanförnum misserum hafa bændur í auknum mæli leitað aðstoðar sjóðsins. Má þar t.d.
nefna loðdýrabændur. svínabændur, garðyrkjubændur og ferðaþjónustubændur. Einlcum hafa
starfsmenn sjóðsins aðstoðað bændur við styrk- og lánsumsóknir og gerð rekstrar- og Qár-
hagsáætlana, en einnig unnið að verkefnum við ákveðna þætti einstakra búgreina, t.d. ylrækt
og loðdýrarækt. Einnig hefur sjóðurinn unnið að verkefnum tengdum úrvinnslugreinum land-
búnaðarins, s.s. sameiningu tveggja stærstu kjötvinnslanna á Selfossi og einnig hefur sjóður-
inn staðið að stofnun kjötmjölsverksmiðju á Suðurlandi sem kemur til með að vinna afurðir úr
lífrænum úrgangi frá kjötvinnslum og sláturhúsum.
Bændur á Suðurlandi geta leitað effir ráðgjöf, styrkjum og lánafyrirgreiðslu til sjóðsins í
samræmi við þær starfsreglur sem sjóðurinn hefur sett sér, t.d. varðandi uppbyggingu í ferða-
þjónustu, mat á fjárfestingakostum, aðstoð við styrk- og lánsumsóknir o.fl.
Æskilegt er að meira samstarf og samvinna verði milli atvinnuþróunarfélaganna og bún-
aðarsambandanna, Framleiðnisjóðs, Lánasjóðs landbúnaðarins, Hagþjónustunnar o.fl. sem
tengjast Iandbúnaðinum til að rekstrarráðgjöf til bænda verði markvissari. Hjá atvinnu-
þróunarfélögunum eru til staðar rnikil reynsla og þekking á rekstri fyrirtækja almennt og
þróun nýrra atvinnutækifæra, en hjá búnaðarsamböndunum er mikil fagleg þekking varðandi
búskap.