Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 50
42
ÁHERSLUR
Sjóðurinn leggur áherslu á hraða, gæði og vönduð vinnubrögð við úrlausn verkefna. Sjóðurinn
rækir hlutverk sitt í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök, önnur innlend atviimu-
þróunarfélög, opinbera aðila og erlenda aðila á sviði skipulags- og atvinnumála. Sjóðurinn
leggur áherslu á vöxt og arðsaman rekstur, traust fyrirkomulag við stjómun, úrvals starfsmenn
sem hafa áhuga, frumkvæði og fá nægjanlega starfshvatningu til að veita viðskiptavinum
sjóðsins og samfélaginu fyrirmyndar þjónustu. Sjóðurimt leggur álterslu á að í öllum sam-
skiptum sínum við viðskiptavini verði gætt fyllsta trúnaðar.
í þá tæplega tvo áratugi sem Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands hefur starfað hefur hann
nteð starfsemi sinni geta byggt upp fjárhagslega getu til að takast á við verkefni sem önnur at-
vinnuþróunarstarfsemi annars staðar á landinu á erfiðara með að ráða við. Það verður að
teljast gæfa okkar Sunnlendinga í þessum efnurn að flest sveitarfélögin á Suðurlandi eru aðilar
að sjóðnum og greiða í hann árlega 1% af tekjum sínum. Þá hefur sjóðurinn í dag stóran hluta
tekna siima af fjármagnstekjum vegna útlána. Frá því að samninguriim við Byggðastofnun var
undirritaður 1996 hefur sjóðurinn staðið með beinum eða óbeinum hætti að stofnun fjölda
fyrirtækja sem hafa skapað eða niunu skapa nokkur hundrað störf á svæðinu.
Fjárhagslegur stuðningur Byggðastofnunar við atvinnuþróunarfélögin er mjög mikil-
vægur og hefur gert þeim kleift að halda uppi öflugu starfi víða um land. Á síðasta ári nam
stuðningur þessi 65 mkr. og var stór tekjuliður í rekstri flestra félaganna. Á þessu ári má gera
ráð fyrir að fjárhæðin verði eitthvað hærri með nýjum samningum, auk þess sem 300 mkr.
verður varið árlega næstu fjögur árin af fjárlögum til eignarhaldsfélagamia eins og Bjarki
Bragason kom inn á hér að framan. Miklar vonir eru bundnar við að stofnun og efling eignar-
haldsfélaga út á landsbyggðinni, með þátttöku Byggðastofnunar, atvinnuþróunarsjóða, fag-
fjárfesta, fyrirtækja í einkaeigu og einstaklinga, tryggi nauðsynlegt eigið fé í nýsköpunarverk-
efni á landsbyggðinni.
Þeir sem starfa að atvinnuþróun í landinu fagna almennt þeim breyttu áherslum sem orðið
hafa á síðustu misserum. Má þar nefna endurskipulagningu þróunarsviðs Byggðastofnunar og
flutning þess til Sauðárkróks og „Byggðabrúna“ sem tengir öll atvinnuþróunarfélögin og
Byggðastofnun saman með fjarfundabúnaði og skapar forsendur til að kenna eða rniðla upp-
lýsingum til margra manna á mörgum fjarlægum stöðum samtímis. En síðast en eklci síst ber
að nefna þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001 sem lögð var
fyrir Alþingi á haustþingi. Þar er m.a. gert ráð íyrir að efla atvinnuþróunarfélögin og treysta
þannig grundvöllinn til nýsköpunar og aukinnar Qölbreytni atvinnulífsins. Þar eru einnig til-
lögur um jöfnun lífskjara og að eila beri menntun og menningu á landsbyggðinni. Fram-
kvæmd margra þessara tillagna koma til með að verða í höndum atvinnuþróunarfélaganna.
NÝTT HLUTVERK ATVINNUÞRÓUNARFÉLAGANNA
Eins og nefnt var hér að framan samþykkti stjóm sjóðsins ákveðna stefnumörkun varðandi
nýtt nýsköpunarkerfi. Meginástæðumar fyrir því að sjóðurinn leggur til að staðið verði með
myndarlegum hætti að gerð nýs nýsköpunarkerfis eru fyrst og fremst þær að með slíku fyrir-
komulagi geti núverandi stoðkerfi atvinnulífsins orðið skilvirkara og þjónað betur þörfum at-
vinnulífsins fyrir aukinn aðgang að sérfræðiþjónustu og hagnýtum upplýsingum. Það er
skoðun sjóðsins að hluta af vanda landsbyggðariimar rnegi með beinum hætti rekja til opin-
berra ákvarðana eða að eldd hafa verið teknar ákvarðanir, sem beinlínis hefur leitt til þess að
það stoðkerfi sem átti að vera öllu atvinnulífi i landinu til framdráttar hefúr eldci gegnt hlut-
verki sínu sem skyldi og á stundum hafi það jafnvel snúist upp í andhverfu sína.
Hér verða í stuttu máli reifaðar hugmyndir starfsmanna Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands