Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 51
43
um atvinnuþróunarfélög, hvernig eigi að fyrirkoma þeim í nýrri byggðastefnu sem tekur mið
af þörfum atvinnuveganna fyrir aukinn aðgang að stoðkerfi atvinnulífsins, ákvarðanatöku
svæðanna í sínum eigin málum og fjárhagslegir möguleikar þeirra til að tryggja vöxt og við-
gang stefnu sem hefur það að markmiði að gera svæðin þróttmeiri.
Með því að skjóta sterkari stoðum undir nýsköpunarkerfi sem sinnir þörfum atvinnu-
lífsins alls, þ.e.a.s. allra atvinnugreina, í víðtækasta skilningi teljum við að lagður verði
grunnur að öflugri þróun byggðar um allt land með fjölbreyttara framboði atvinnu og auknum
atvimiutæki færum.
Að okkar mati á ný byggðastefna að hvíla á þeim meginforsendum að verið sé að færa
ákvarðanatöku í eigin málum heim í hérað. Sveitarfélögum verði jafnframt gert fjárhagslega
kleiít að halda úti öflugri starfsemi, en á móti komi eigið framlag þeirra til þessa málaflokks.
Forsendur fyrir nýrri byggðastefnu ættu því að okkar mati að taka mið af:
• Forræði í atvinnu- og byggðaþróunarmálum einstakra kjördæma verði flutt í við-
komandi kjördæmi.
• Kjördæmunum verði veitt Qárhagslegt bolmagn til að sinna atvinnu- og byggða-
þróunarmálum.
• Sveitarfélög á svæðinu verða gerð Qárhagslega ábyrgari fyrir atvinnu- og byggða-
þróunarmálum, t.d. nteð árlegum framlögum til atvinnuþróunarfélaga.
• Atvinnuþróunarfélögin fái nýja og víðtækari skilgreiningu og starfsemi þeirra verði
stóraukin og þau samhæfð (einsleit) og þróunarsvið Byggðastofnunar veiti þeim fag-
lega þjónustu á sviði byggðamála.
Grunnhugmynd að nýju hlutverki atvinnuþróunarfélaga byggir á þremur stoðum:
• Atvinnuþróunarfélögin verði aðili að nýrri stefnumótun í atvinnu- og byggðaþróunar-
málum svæðisins.
• Að atvinnuþróunarfélögin hafi öflug tengsl við innviði svæðis, öflug tengsl við fyrir-
tæki, stofnanir, rannsóknarstofnanir, háskóla o.fl. utan svæðis og jafnframt þekkingu
og kunnáttu til að túlka eða umbreyta upplýsingum, þannig að viðtakandi geti hag-
nýtt sér þær.
• Að atvinnuþróunarfélögin hafi fjárhagslega möguleika til að veita styrki og áhættu-
íjármagn til áhugaverðra hugmynda, fjármagna viðskiptahugmyndir og með eigin
framlagi hafi þau möguleika til að laða að aðra fjárfesta að nýrri fjárfestingu.
Að okkar mati eru þessir þrír grunnþættir hver og einn nauðsynlegur til þess að hægt
verði að veita nútíma atvinnulífi þá þjónustu sem það kallar eftir og ætti að kalla eftir er varða
aðgang að sérfræðiþjónustu og hagnýtum upplýsingum. Með því að setja á kerfi með þessum
hætti erum við í reynd að jafna samkeppnistöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart keppinautum
sínum erlendis.
Til að gera atvinnuþróunarfélögunum kleift að rækja nýtt hlutverk í nýrri byggðastefnu
teljum við að nýsköpunarumhverfi sem byggir á neðangreindum fimm meginatriðum auki
möguleika iandsmanna til að efla byggð hér á landinu.
Nýsköpunarkerfið er í meginatriðum þannig (sjá mynd) að starfað er samkvæmt þeirri
stefnu (1) sem heimamenn hafa orðið ásáttir um. Atvinnuþróunarfélagið (2) heldur utan um
nýsköpunarkerfið og ber ábyrgð á einstökum hlutum þess, t.d. þróunarsetrinu (3) og styrktar-
hluta (4) kerfisins. Fjárfestingarfélagið (5) hefur sína eigin stjóm, en tengsl atvinnuþróunar-
félagsins og fjárfestingarfélagsins gætu verið í gegnum rekstrar- eða verksamning.