Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 54
46
í fyrsta skipti er nú skilgreint í lögum hlutverk fagráða, en þau skulu „starfa fyrir hverja
búgrein og á einstökum fagsviðum" ...... „móta stefnu í kynbótum og þróunarstarfi við-
komandi búgreinar“....... „móta tillögur um stefnu í fræðslumálum og rannsóknum bú-
greinarinnar og fjalla um önnur mál sem vísað er þangað til umfjöllunar og afgreiðslu“, en
leiðbeiningaþjónustan öll lýtur faglegri umsjón Bændasamtaka íslands.
Samkvæmt búnaðarlögunum eiga Bændasamtökin að semja til fimm ára í senn um verk-
efni sem lögin taka til og ijárframlög til þeirra. Þessir samningar standa nú yfir og er m.a. rætt
um fyrirkomulag og álierslur í leiðbeiningum.
Það sem hæst ber og var m.a. rætt á formannafundi búnaðarsambandanna í desember, er
sú stefna að innan fárra ára verði héraðaþjónustan færð saman og starfrækt frá fimm leiða-
beiningamiðstöðvum, sem séu þess megnugar að veita sérhæfða ráðgjöf á flestum fagsviðum
og í stærstu búgreinunum. Nánar er þetta skilgreint þannig að hver leiðbeiningamiðstöð geti,
ein sér eða með samningi við aðra, boðið sérhæfða þjónustu á eftirfarandi sviðum:
• .larðrækt - framræsla, túnrækt, grænfóður, kornrækt.
• Nautgriparækt.
• Sauðfjárrækt.
• Hrossarækt.
• Landnýting (almennar leiðbeiningar).
• Rekstrargreining og áætlunargerð.
Ekki þykir raunhæft að ætla leiðbeiningamiðstöðvunum að veita sérhæfða ráðgjöf til
bænda í fámennari búgreinum, s.s. garðyrkju, svínarækt, alifuglarækt, loðdýrarækt eða
hlunnindanytjum, heldur er ráðgert að Bændasamtökin simii slíkum leiðbeiningum á lands-
vísu, ein sér eða i samvinnu við viðkomandi búgreinasamtök og hugsanlega aðrar stofnanir.
Fyrirhugaðir eru samningar um þetta við hvert eitt búnaðarsamband, sem skilgreini verka-
skiptinguna og feli þá jafnframt í sér að 50% af hluta búnaðarsambands í búnaðargjaldi frá
viðkomandi búgrein reimi til BÍ gegn því að samtökin taki að sér einstaklingsráðgjöf í þeirri
búgrein. Samningarnir geta verið breytilegir með tilliti til þess hvaða búgreinar er um að ræða
og þeir eiga einnig að skilgreina hvað felst i þeirri einstalclingsþjónustu sem færist á milli.
Sú breyting er jafnframt fyrirhuguð hvað fjármögnun varðar að framlög til búnaðarsam-
bandanna skiptist og greiðist á tvenns konar forsendum:
• Annars vegar séu föst rekstrarframlög sem ákvarðist út frá fjölda bænda, álögðu
búnaðargjaldi og aðstæðum á hverju svæði.
• Hins vegar verði skilgreind áhersluverkefni og hluti framlagsins greiðist eftir þátt-
töku í slíkum verkefnum á hverju svæði. Gert er ráð fyrir að þetta hlutfall verði lágt í
fyrstu en fari vaxandi.
Eldci liggur enn fyrir samningur um framlög ríkisins til leiðbeiningaþjónustu næstu fimm
ár, hvorki til BI eða búnaðarsambandanna. Hitt er víst að óhjákvæmilegt verður að auka
gjaldtöku fyrir þjónustu sem veitt er einstökum bændum, og er það eitt af aðkallandi verlc-
efnum leiðbeiningaþjónustunnar, sem eðlilegt er að fagráð og landsráðunautar aðstoði við, að
skilgreina þjónustuverkefni og gera tillögur að samræmdri gjaldskrá.
ÞARFIR OG ÁHERSLUR
Vandi bændastéttarinnar í hnotskurn er tekjuleysi. Við þeim vanda er engin einföld lausn og
víst er að markaðurinn mun í framtiðinni, ekki síður en nú, setja afkomumöguleikum í land-
búnaði skorður.