Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 65
57
Á vorin urðu að meðaltali 14 dagar milli sáðtíma og þar með hefur meðalhiti verið 4,2°C
að jafnaði. Á haustin urðu 7 dagar milli skurðartíma og meðalhiti á þeim tíma hefur þá verið
8,5°C.
Ef fylgt er skálínum í töflunum niður á við til hægri má sjá raðir með jafnlangan sprettu-
tíma í daggráðum talið. Þrjár tölur sýna sprettu eftir 1200 daggráður og aðrar þrjár eftir 1260,
en tvær eftir 1140 og 1320 daggráður. Ein tala sýnir uppskeru og þroska eftir 1380 daggráðu
sprettutíma og önnur eftir 1080 daggráður.
Ljóst er af þessum niðurstöðum að miklu máli skiptir að koma korninu snemma niður.
Dragist sáning eitthvað að marki gengur seint að bæta það upp að hausti. Hver daggráða að
vori nýtist liðlega þriðjungi betur en sama hitasumma að hausti. Það sést bæði í skálínunum,
sem fyrr eru nefndar, og við samanburð á jaðartölum lárétt og lóðrétt. Skýring á þessu getur
verið á þá leið að á vorin nýti kornið hita allt frá frostmarki til þess að spíra og koma upp
sprota. Eftir því sem á ævi kornsins líður virðist það þurfa meiri hita til lífshræringa sinna.
Tillífun gengur sennilega ekki. nema hitinn sé kominn í 7°C og kornfyllingin þarf enn meiri
hita, líklega 10°C að lágmarki á hinum síðari stigum. Líkan af venslum hita og komuppskeru
ætti líklega að byggjast á þrepaskiptri daggráðusummu með misháu þröskuldsgildi.
SÁÐMAGN
Árið 1993 var gerð tilraun með vaxandi sáðmagn koms á Korpu.
6. tafla. Uppskera og þroski koms við mismunandi sáðmagn á Korpu 1993.
Sáðkorn kg/ha K.orn, þe. hkg/ha Þúsk. O » Rúmþ. g/100 ml Þe. % Þroska- einkunn Hæð sm Skrið íjúlí
120 23,6 36 60 50 145 58 23
200 24,1 37 62 54 153 56 22
280 26,3 38 62 54 154 53 21
í tilrauninni voru einnig mismunandi skammtar af köfnunarefni. Fram kom áberandi
samspil milli áburðar og sáðmagns. Eðlilegt útlit var á korni þegar saman fór lítill áburður og
lítið sáðmagn og líka þegar saman fór mikill áburður og mikið sáðmagn. Væri sáðmagn lítið
miðað við áburðinn varð kornið hávaxið og grænt, en þegar áburður var lítill samfara miklu
sáðmagni varð kornið lágvaxið, soltið og nánast sjúklegt. I heild lækkaði kornið eftir því sem
sáðmagn var aukið og einnig flýtti það fyrir þroska. Uppskeruaukinn var aðeins tvö kg korns
fyrir hvert eitt af sáðkorni. Miðað við þetta er ekki ástæða til þess að auka sáðmagn umfram
200 kg á ha nema þar sem vitað er fyrir að mikil frjósemi lands getur valdið erfiðleikum.
SÁÐKORN
Sláttuþreskivélar fara ómjúkum höndum um komið. Þegar korn er skorið hálfdeigt eins og
oftast er hérlendis, skemmist kímið iðulega og það verður til þess að komið spírar ekki.
Tvennt ræður því öðru frernur hversu hart kornið er leikið í vélinni. Annars vegar er það bilið
milli greipar og slagvindu og hins vegar ferilhraði slagvindumtar. Snúningshraðinn er eldd
réttur mælikvarði í þessu tilviki því að vélar eru búnar misstórum vindum.
Haustið 1998 var reynt að ákvarða hvaða áhrif ferilhraði slagvindu í sláttuþreskivél hefur
á tilvonandi sáðkorn. Beitt var snúningshraða frá 800-1400 snúninga á mínútu, en í töflunni
er hann umreiknaður í ferilhraða. Við skurðinn var bil milli greipar og slagvindu 5 sm að
framan og 3 sm að aftan.