Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 66
58
7. tafla. Áhrif ferilhraða slagvindu á spírun sáðkorns.
Skorið 10. september Skorið 28. september Meðaltal
Ferilhraði Þúsk. Rúmþ. Þe. Spírun Þúsk. Rúmþ. Þe. Spírun Spírun
m/sek O Ö g/lOOml % % O Ö g/100 ml % % %
14 40 64 52 67 41 63 71 63 65
18 37 61 49 58 39 61 68 70 64
22 32 59 48 56 40 61 68 70 63
26 32 59 48 32 40 60 68 38 35
Ekki var gerð tilraun til þess að mæla tap á korni við þreskingu. Vel sást þó að við
minnsta ferilhraðann þreskti vélin elcki korn af hliðaröxum og skildi þar með eftir Iakasta
kornið. Það átti einkum við í fyrra skurði og lcemur fram í tölurn um þroska. Svo er að sjá að
kornið hafi þolað ferilhraða frarn yfir 22 m/sek að minnsta kosti í síðari skurði, enda þá orðið
nokkuð þurrt. Takmarkaða spírun má skýra með því að kornið hafi eklti verið laust úr dvala
þegar spírun var prófuð um áramót.
SÁÐSKIPTI
Á Korpu hafa verið gerðar tvær tilraunir til að sýna hvaða áhrif svörðuneyti grass, rauðsmára
og korns hefur á þrif og þroska gróðurs. Sáð var í tilraunirnar 1994 og 1995 og stóð hvor
þeirra í þrjú ár. Byggi var sáð ýmist einu sér eða í blöndu með grasi og smára. Eins voru í til-
rauninni reitir með grasi og smára án byggs. Komuppskera var rnæld sáðárið, en uppskera
grass og smára næstu tvö ár á eftir.
8. tafla. Áhrif sambýlis á uppskeru og þroska korns, grass og rauðsmára á Korpu 1994-1997.
Korn Gras og sniári
Korn, þe. Þroska- Hæð Uppskera Smári
hkg/ha einkunn sm hkg þe./ha %
Bvaa; og gras, hreint hvort um si.a 16,9 133 80 62,2 18,5
Bygg og gras, sáð saman 18,0 137 78 61,8 16,3
Sambýlið við gras og smára varð kominu heldur til framdráttar ef eitthvað var. Túnið
sem af sáningunni kom varð svo nákvæmlega jafngott hvort sem grasfræinu var sáð einu sér
eða með korni.
JARÐVEGUR
Oft er verulegur rnunur á þroska korns eftir jarðvegi. Alkunna er að komi fer hraðar fram á
nrel og sandi en í framræstu mýrlendi. Einkum hefur það verið áberandi fyrri hluta sumars.
Eðlilegt er að kenna það mismunandi jarðvegshita. Til að mæla það var komið fyrir sjálfrit-
andi hitamælum í 10 sm dýpt í tveimur stórum korntilraunum á Korpu vorið 1996. Sáð var í
báðar tilraunirnar 29. apríl og þær skornar 20. september. Önnur tilraunin var á mel og fékk
90 kg N á ha, en hin á mýri og féldc sú 60 kg N á ha. í töflunni er sumrinu skipt í tvennt, fyrir
og ef'tir skrið. Jarðvegshitinn var að jafnaði í hámarki kl. 18, en í lágmarki kl. 6.
Munur á jarðvegshita mældist fýrst og fremst fyrri hluta sumars og að degi til. Þá var 2°C
hlýrra í melnum en mýrinni. Næturhitinn og hiti síðari hluta sumars var svipaður. Þessi hóf-
legi munur dugði þó til þess að korn skreið tveimur dögum fyrr á melnum en í mýrinni og
náði mun betri þroska.