Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 67
59
9. tafla. Jarðvegshiti í mismunandi jarðvegi á Korpu 1996 og áhrif hans á uppskeru og þroska korns.
Jarðvegshiti, °C Fyrir Eftir Allt 11.7. 11.7. sumarið Korn, þe. hkg/ha Þúsk. s Rúmþ. g/100 ml Þe. % Þroska- einkunn Skrið í júlí
Mýri kl. 6 8,7 10,8 9,7
Id. 18 9,8 11,2 10,5
Meðaltal 9,2 11,0 10,1 33,7 32 54 49 135 14
Melur kl. 6 8.8 10,5 9,6
kl. 18 11,8 11,7 11,7
Meðaltal 10,2 11,1 10,6 36,4 35 58 54 148 12
Munur á jarðvegshita mældist fyrst og fremst fyrri hluta sumars og að degi til. Þá var 2°C
lilýrra í melnurn en mýrinni. Næturhitinn og hiti síðari hluta sumars var svipaður. Þessi hóf-
legi munur dugði þó til þess að korn skreið tveimur dögum fyrr á melnum en í mýrinni og
náði mun betri þroska.
LANDSHÆTTIR
Lengi hefur verið ljóst að flókið samspil er milli byggyrkja og staðhátta. Með staðháttum er
átt við lengd sprettutíma, hitastig, og jarðveg. Einfaldasta útlistunin er á þá leið að raða bygg-
yrkjum upp frá norðri til suðurs. Þá á fljótasta sexraðakornið heima nyrst og tiltölulega
seinþroska tvíraðayrki syðst. Önnur vídd í líkaninu er jarðvegur. Sexraðabygg hentar áberandi
vel á þungri jörð en tvíraðabygg á léttri, einkum sandi.
Erfitt er að festa hendur á þessu samspili með tölvísi. Því er hér gerð tilraun til að lýsa því
á hugiægan hátt.
1. mynd. Uppskera byggs úr tilraunum 1998. Línan, sem efst er í byrjun, sýnir sexraðabygg (Arve
og Olsok), næsta lína íslenskt tvíraðabygg og sú neðsta útlent tviraðabygg (Filippu og Gunillu).
Myndin sýnir einkum hlutfall milli uppskeru hinna þriggja bygggerða. Nöfn tilraunastaða eru
skammstöfuö: Mi er Miðgerði í Eyjafirði, Vi eru Vindheimar í Skagafirði, Vr er Vestri-Reynir á
Akranesi, Þo er Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og K1 og K3 eru tilraunir á Korpu skomar 25.
ágúst og 16. september.
Þetta eru niðurstöður úr korntilraunum sumarsins 1998. Á x-ásnum er eins konar tíma-
kvarði, ekki beint í dögum eða vikum heldur einhvers konar gæðum sumars. Jarðvegsgerð
kemur þar líka við sögu. Ásinn byrjar við skrið fyrstu aíbrigða. Á y-ásnum er uppskera, þó
ekki heildaruppskera heldur hlutfall milli uppskeru þessara þriggja bygggerða.