Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 70
62
RÁÐUNflUTflFUNDUR 1999
Að bjarga byggi
Bjarni Guðmundsson
og
Björn Þorsteinsson
Bændaskólanum ú Hvanneyri, búvísindadeild
Og
Daði Már Kristófersson
Rannsóknaslofnun landbúnaðarins, bútœknisvidi
INNGANGUR'
Áhugi bænda á ræktun og nýtingu korns hefur vaxið síðustu árin. Góður árangur hefur náðst í
ræktun og kynbótum og hjá stöku bændum er heimaræktað kom orðið umtalsverður hluti
vetrarfóðurs nautgripa. Miklu skiptir að verkun og geymsla kornsins gangi áfallalaust, þannig
að sem mest af hinni takmörkuðu uppskeru alcranna komist óskemmt ofan í gripina.
Á komskurði 1997 var hafist handa um athuganir á verkun og geymslu korns. Þær voru
gerðar á Hvanneyri, hjá átta kornbændum í Borgarfirði og tíu á Suðurlandi. Fimmtán bændur
voru heimsóttir á tímabilinu nóvember-mars; komsýni tekin til rannsóknar og verkunarað-
stæður kannaðar. Onefndir eru þá sex bændur sem gáfu upplýsingar um kostnað við verkun
og geymslu á fóðurkomi. Með athugununum skyldi styrkja grundvöll leiðbeiningastarfs fyrir
kombændur, en einnig huga að þörf frekari rannsókna á viðfangsefninu.
ATHUGANIRNAR
Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum athugananna. í fæstum tilvikum er um að ræða
tæmandi mælingar. Ber að skoða niðurstöðurnar með hliðsjón af því.
Athuganir á kornbœjum
Sláttur og þresking. Á athugunarbæjunum var um ýmis byggyrki að ræða. Komið var hvar-
vetna skorið með hefðbundnum hætti, þ.e. sláttuþreskjara. Iðulega nam þurrefni komsins þá
aðeins 50-55%. Kornskurði fylgir ætíð nokkurt tap. Erlend heimild getur um 129 kg meðal-
þreskitap á ha; þar af fara 76 kg við ljá og sópvindu (Lundin og Claesson 1985). Gera má ráð
fyrir að meira tapist við skurð á rölcu korni (Strand 1984). Haustið 1998 var tap við komskurð
mælt á tveimur ökrum. Skilyrði voru erfið: kornið fremur vanþroska og rakt. Korni var safnað
af mælireitum, bæði því sem hrunið hafði til jarðar (mælt á 0,15x0,15 m2) og hinu sem lá
þreskt og óþreskt í hálminum (3x(0,8m2)):
I. tafla. Korntap viö slátt og þreskingu - dæmi úr tveimur ökrum
haustiö 1998.
Þurrefni 1000 koma KORNTAP, kg/ha
% þyngd, g korn með 90% þe.
Tvíraða bygg 52,5 34 510±105
Sexraða bygg 61,5 26 346±162
i
Athuganir þessar snúast um bygg, þótt hér sé fylgt þeirri útbreiddu málvenju að kalla uppskeruna kom.