Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 71
63
Af niðurstöðunum er aðeins hægt að draga tvennar ályktanir: Að meira þurfi að mæla og
að vanda þurfi rnjög til vélastillingar og verka við kornskurð og þreskingu (sjá m.a. Lárus Pét-
ursson 1999). Við takmarkaða kornsprettu þarf enn frekar að halda utan um það sem akur
skilar. Ella hælckar raunverð þess koms, sem til nytja kemur, óhóflega.
Veðrátta ræður miklu um kornskurðinn. Enn er lítið vitað um fjölda komskurðardaga.
Sigbjörn Oli Sævarsson (1998) athugaði fjölda skurðardaga (=sólarhringsúrkoma<l,4 mm,
sjá Witney 1988) á Héraði og undir Eyjafjöllum árabilið 1987-1996 á tímabilinu 10. sept-
ember - 10. október. Hann fann þessar meðaltölur:
Hérað (Egilsstaðir og Hallormsstaður) 21 dagur (vik: 15-26 d., staðalfrávik.= 3,1 d.)
Skógar undir Eyjafjöllum lódagar (vik: 7-20 d., staðalfrávik = 3,8 d.)
Safna þarf reynslu um samspil kornskurðar og veðráttu á algengum skurðartíma. Með
henni, svo og veðurathugunum frá lengra árabili, má reikna út nauðsynleg afköst við kom-
skurðinn og áætla þannig hagkvæma fjárfestingu í uppskemvélum (sjá t.d. Witney 1988).
Verkun kornsins. A athugunarbæjunum var kornið súrsað - utan einum, þar sem það var
þurrkað. A flestum bæjunum var komið verkað og geymt í strigapokum sem fóðraðir voru að
innan með plasti (brettahettum). Nokkrir bændur notuðu lofitþéttar plasttunnur undir kornið. Á
tveimur bæjum höfðu bændur látið steypa tanka úr plasti áþelcka rotþróm, um 2,2 m3 að rúm-
rnáli. Var þeim lokað loftþétt og þeir hafðir á brettum svo auðvelt var að flytja þá á vélar-
greip.
Flestir verkuðu og geymdu kornið heilt. Á tveimur bæjum hafði komið verið valsað strax
eftir þreskingu. Taldi annar bóndinn það spara sér vinnu að vetri en hann var með lítið af
korni. Það kom líka fram að bygg valsað fyrir verkun skemmdist lítið af myglu, þótt gat kæmi
á geymslu, gagnstætt heila korninu sem yfirleitt fór illa við þær aðstæður.
Þurrefni og sýrustig kornsins. Meðalþurrefni kornsins á bæjunum var 52,3±4,3%. Segir það
nokkuð um þroska kornsins við skurðinn og tíðarfarið um þær mundir. Niðurstöður mælinga
á sýrustigi og þurrefni kornsins á athugunarbæjunum eru dregnar saman á 1. mynd.
pl-l
1. mynd. Áhrif þurrefnis á sýrustig (pH) í fóðurkomi.
Dreifmg gildanna um aðhvarfslínuna er töluverð. Þurrefni kornsins er mikilvægur
skýriþáttur, en einnig geymslutími kornsins. Með því að taka hann einnig með í aðhvarfs-
greiningu fékkst eftirfarandi aðhvarfslína:
y=-0,04+0, 12xi-0,16x2 r2=0,60 P=0,0001
þar sem y = sýrustig, pH, X| = þurrefni kornsins, %, og X2 = geymslutími, mánuðir. Sam-