Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 74
66
2. tafla. Álirif umhverfisliita á myndun gerjunarafurða í súrkorninu.
Mjólkursýra % af þe. Ediksýra % af þe. Etanól % af þe. Ammóniak NH3-N, %
a. Útigeymsla (meðalhiti 3,6°C) 0,05 0,30 0,76 1,90
b. Við 6°C stöðugan geymsluhita 0,05 0,16 0,95 1,72
c. Við 20° C stöðugan geymsluhita 0,19 0,09 1,01 2,76
Áhrif umhverfishitans eru glögg, einkum hvað ediksýru og etanól varðar. Samhliða hitaá-
hrifunum er rétt að athuga áhrif þurrkstigs kornsins á gerjunina í því, sbr. grafið á 5. mynd.
Gerjunin í korninu var umfangslítil. Það sem einkenndi hana einkum var hlutfallslega
mikii myndun etanóls. Það er eðlilegt við gerjun á svo kolvetnaríku fóðri sem byggið er.
Mikilli etanólmyndun af völdum gersveppa fylgir ekki mikið orkutap; hins vegar getur þurr-
efnistapið verið umtalsvert (McDonald o.íl. 1991). Gildin á 4. mynd gætu staðfest það. Magn
ediksýru reyndist svipað og í forþurrkuðu heyi en mjólkursýran var töluvert minni. Ammón-
íakmyndunin mældist mjög lítil, enda um próteinsnautt hráefni að ræða.
5. mynd. Áhrif þurrefnis á lilutfal! lífrænna sýra, etanóls og ammón-
íaks í súrkorninu. Ammóníakið er gefið til kynna sem hiutfali köfii-
unarefnis bundið í NH3 (%); önnur efni sem prósent af þurrefni.
Línurnar á 5. mynd sýna að þegar þurrefni kornsins hafði náð 55-60% fór minna fyrir
gerjunimii; það á einkum við etanól-myndunina. Umfangsmikil gerjun í korninu, t.d. mikil
mjólkursýrumyndun og lágt pH, er ekki eftirsóknarverð. Súrinn getur spillt lystugleika korns-
ins, auk þess sem mjólkursýra er myglusveppunum næring (McDonald o.fl. 1991). Byggi til
súrverkunar (loftfirrðrar geymslu) ætti því að reyna að ná með a.m.k. 60% þurrefni. Þannig
má stemma stigu við óþarflega mikilli gerjun. Norðursænskar rannsólcnir á völsuðu byggi
gáfu sömu niðurstöðu (Petterson 1998).
Geymsluþol súrkorns. Fengið var súrkorn með 46,6% þurrefni og pH 4,61 til mælingarinnar.
Kornið hafði verið verkað heilt í plast-tanki. Það var prýðilega verkað. Helmingur súrkornsins
var valsaður en hinn látinn heill. Sýnum af kominu var komið fyrir í varmaeinangruðum
ílátum (um 2 1 að rúmmáli) sem haldið var við lágan rannsóknastofuhita (16-19°C). Hita-
mælir, tengdur skráningartölvu, var settur í miðju hvers sýnis og varmaeinangrandi lok yfir.
Meðfram því gat súrefni auðveldlega komist að korninu og ýtt við lífshræringum í því. Þannig
var reynt að líkja eftir aðstæðum sem orðið geta þar sern fóðurkorn er geymt við aðgang súr-
efnis, t.d. við gjafir. Tvær endurtekningar voru á hverjum lið. Niðurstöður hitamælingamra
eru sýndar á ’6. mynd.