Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 77
69
a) Áhætta vegna geymsluskemmda er töluverð; þær geta auðveldlega skarað raunverð
kornsins upp fyrir verð samkeppnisfóðurs.
b) Sé kornmagn á bænum mikið verður vinna við stórseldu allmikil.
Þurrkað korn er um flest meðfærilegra en súrsað. Víða er nú til ónotuð aðstaða í súg-
þurrkunarhlöðum. Tilraunin á Hvanneyri bendir til að þann kost megi skoða.
Súrverkun kornsins
Gæði hins súrsaða korns bændanna reyndust i betra lagi, en mismunandi hvað sýrustig snerti.
Athuganir sýndu að þurrkstig kornsins og geymslutími geta ráðið gæðum verkunar. Þær bentu
líka til þess að geymslutæknin gæti haft áltrif á verkun komsins. Þetta þarf að rannsaka nánar
sem og það hvort hjálparefni kunni að geta bætt verkunina. Erlend reynsla er bæði fyrir
notkun própíonsýru (BASF) svo og notkun gerlasmits, t.d. með völdum stofnum gerla (Cheng
1996).
Nýting kornsins
Með athugunum þessum tókst ekki að afla nægilegra traustra talna um nýtingu kornsins talið
frá skurði til gjafa. Hún er hins vegar undirstaða þess að ráðslaga megi um mismunandi að-
ferðir við geymslu kornsins. Undir þessum lið má einnig minna á milkilvægi virkrar völsunar-
innar fyrir nýtingu kornsins.
Aó lokum
Verðsamkeppni fóðurs á markaði setur verði heimakorns bænda skýr takmörk, þótt
þeir reikni sér einnig til tekna aðra þætti er fylgt geta kornræktinni. Af þessum verð-
mörkum þarf að hafa hliðsjón þegar leitað er verk- og tæknilausna við skurð, verkun og
geymslu fóðurkorns.
ÞAKKIR
Margir hafa lagt þessu verkefni lið. Það er kostað sameiginlega af Búvísindadeild Hvann-
eyrarskóla og Rala - bútæknisviði. Um 25 bændur veittu góðfúslega aðgang að komi sínu og
upplýsingum um það: án velviidar þeirra hefði lítið orðið úr verkinu. Þar skulu sérstaklega
nefndir þeir Borgfirðingarnir Haraldur og Lilja Guðrún á Vestrireyni, Haraldur í Belgsholti og
Magnús í Ásgarði, svo og Hilda Pálmadóttir rannsóknamaður, er þreskti og las kornið í taps-
mælingum verkefnisins. Þeim og öllum hinum eru færðar bestu þakkir.
HEIMILDIR
BASF, án árs. Tips on Preserving Feed. BASF Aktiengesellschaft, 59 s.
Bjarni Guðmundsson & Th. E. Hallas, 1985. Water activity, moisture content and concentration of mites in
stored hay in Iceland. Ísl. landbún. 17(1-2): 39—44.
Björn Þorsteinsson, Bjarni Guðmundsson & Ríkharð Brynjólfsson, 1996. Efnamagn og gerjunarhæfni túngrasa.
i: Rádunautafundur 1996: 124-134.
Cheng, K.-J.. 1996. Selection of Lactobacilli for Barley Silage and Their Genetic Enhancement for Low Soluble
Carbohydrate Forages. Alberta Agr. Res. Inst. [http://vvww.agric.gov.ab.ca/research/ari/matching/94-95/94m
675.html] 3.1.1999.”
Gunnar Ríkharösson & Einar Gestsson, 1998. Bygg í fóðri mjólkurkúa af íslensku kyni. í: Ráðunautafundur
1998: 78-86.
Hagþjónusta landbúnaðarins, 1998. Últekt á hagkvœmni kornrœktar á íslandi, 49 s. + viðaukar.
Lárus Pétursson, 1999. Kornskurðarvélar. í: Ráðunautafundur 1999: í þessu riti.
Loewer. O.J., Th.C. Bridges & R.A. Buclin, 1994. On-Farm Drying and Storage Systems. ASAE, 560 s.
Lundin, G. & S. Claesson, 1985. Skördetröskning. JTI-Medd. nr. 409, 105 s.